Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2013 03:01

Gamla Heiðarskólahúsið selt

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í gær var kynntur og samþykktur samningur um sölu á gamla skólahúsnæðinu á Leirá til Latona Asset Management, sem er íslenskt félag með rússneskri og íslenskri aðkomu. Söluverð hússins er 47 milljónir króna. Í nokkurn tíma hafa forsvarsmenn þessa félags átt í viðræðum við fulltrúa sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um kaup á byggingunni sem fram á vorið 2011 var til afnota fyrir Heiðarskóla, en ný skólabygging var tekin í notkun þá um haustið. Á umræddum fundi sveitarstjórnar var einnig kynnt fyrirhuguð sala á landskika til fyrirtækisins frá bændum á Leirá, sem einnig var samþykkt.

Eins og Ludmíla Pála Ermolinski, talskona Latona Asset Management, greindi frá í Skessuhorni nýverið er fyrirhugað að nýta gamla Heiðarskóla sem alþjóðlegt vísinda, menningar- og menntasetur fyrir fólk í tölvu- og tölvuleikjageiranum. Ludmíla segir aðstandendur félagsins meta að umhverfið í Leirársveit, falleg náttúra og sýn til fjalla og sjávar, sé ákjósanlegt fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er í setrinu. Húsnæðið verði innréttað upp á nýtt og einnig er áformað að aukið verði við gróður á lóð við gamla skólahúsið, auk þess sem félagið hafi hug á að kaupa litla landspildu til viðbótar í næsta nágrenni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is