Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 06:45

Olíubirgðastöðvarnar í Hvalfirði nýttar sem umskipunarstöðvar

Á dögunum sigldi stórt olíuskip inn Hvalfjörð til löndunar í birgðastöðvar Olíudreifingar og Skeljungs. Báðar eru stöðvarnar á nærliggjandi svæði við Litla-Sand, þar sem gamla NATO stöðin var. Þær hafa báðar verið leigðar til erlendra olíufélaga í nokkur ár, stöð Olíudreifingar eru sýnu stærri, níu tankar með 60 þúsund rúmmetra geymslurými, eða fyrir 600 milljónir lítra. Tankar Skeljungs eru fjórir, alls 50 þúsund rúmmetrar. Olíuskip kom inn undir Litla-Sand föstudaginn 1. febrúar sl. og þá voru liðnir margir mánuðir frá því slíkt skip kom síðast inn á Hvalfjörð. Von var er á öðru olíuskipi í lok vikunnar.

Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar sagði í samtali við Skessuhorn að þrjú erlend olíufélög hefðu leigt birgðastöðvarnar á undanförnum árum.

Fyrst Neste, finnska ríkisolíufélagið, þá Statoil í Noregi og nú væri með birgðastöðvarnar á leigu amerískt olíufélag sem heitir Nobel. Aðspurður um þá kenningu að félögin nýttu birgðastöðvarnar vegna spákaupmennsku, það er að geyma þarna olíu þar til hækkanir verða á markaðnum, sagði Hörður það af og frá að þannig hafi það verið í seinni tíð, þótt spákaupmennska hefði vissulega þekkst í þessum bransa. „Ég er viss um að bæði Neste og Statoil nýttu ekki stöðvarnar til þess. Núna þegar eldsneytisverð er eins hátt og það er, þá er mun minna um að fyrirtæki standi í spákaupmennsku með eldsneyti. Ég held að birgðastöðvarnar hérna séu fyrst og fremst nýttar sem umskipunarstöðvar, þá meðal annars vegna þess að mikið er flutt af bensíni vestur til Ameríku og gasolíu austur til Evrópu,“ segir Hörður.

Hann segir að það hafi verið viðleitni íslensku olíufélaganna að vera með birgðir í lágmarki í landinu, sérstaklega eftir að eldsneytisverð fór í hæstu hæðir. Það sé ástæðan fyrir því að birgðastöðvarnar í Hvalfirði voru leigðar til erlendra olíufélaga á sínum tíma, eða fyrir um fimm árum. Hörður segir það alltof mikla áhættu að liggja með birgðir eins og eldsneytisverð hefur verið. Olíufélögin væru með því að taka áhættu á því að þurfa að selja birgðirnar með tapi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is