Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2013 06:45

Lifa enn í voninni um hvalvertíð

„Við lifum enn í voninni um að það verði veiddur hvalur næsta sumar, en það skýrist væntanlega ekki fyrr en í maí,“ segir Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson verkstjóri hjá Hval í Hvalfirði. Þar er stöðugt unnið að því að halda aðstöðu og búnaði í góðu ásigkomulagi ef til veiða á langreyði kemur að nýju. Í vetur hafa þar verið að störfum sex menn, að sögn Gunnlaugs Fjólars. Sem kunnugt er var hvorki farið til veiða á langreyði síðasta sumar né sumarið þar á undan. Sumarið 2011 var ástæðan afleiðing jarðskjálftanna í Japan og síðasta sumar að ekki samdist við sjómenn og enn eru þeir samningar lausir.

Þrátt fyrir þunga sölu á Japansmarkaði á frystu hvalkjöti, eru bundnar vonir við að eftirspurn skapist á markaðnum, sökum þess að veiðar Japana á miðum við Suðurheimsskautið hafa gengið erfiðlega síðustu árin, einkum vegna truflana frá Sea Sheperd. Kvótinn á þessu svæði er rúmlega sexfaldur á við þann við Íslands strendur, eða um 950 dýr. Í fyrra náðist aðeins um þriðjungur þess kvóta og fréttir herma að nú sé útlitið síst betra, enda er Sea Sheperd með um hundrað manna lið á svæðinu, fjögur skip og eina þyrlu. Þannig að athafnarými japanskra hvalfangara er verulega skert.

Ljóst er að verkafólk á suðvesturhorninu, einkum í nágrenni Hvalfjarðar, og sjómenn á hvalveiðiskipunum vonast eftir hvalvertíð. Síðustu hvalvertíðir voru að skapa atvinnu fyrir allt að 170 manns og uppgrip hjá mörgum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is