Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 08:01

Hvalahátíð haldin í Grundarfirði í næstu viku

Dagana 18.-22. febrúar í næstu viku verður haldin Hvalahátíð í Grundarfirði. Hún verður á vegum Discover the World og Hótel Framness, með stuðningi Icelandair og International Fund for Animal Welfare. „Við viljum hvetja fólk til að skoða náttúruna og lífið á Íslandi. Discover the World hefur á þessu og síðasta ári komið með yfir 700 ferðamenn til að skoða náttúru Snæfellsness með sérstaka áherslu á háhyrninga og norðurljós. Þessi hátíð er til að gera háhyrningum hærra undir höfði og draga saman þær upplýsingar og þá þekkingu sem orðið hefur til undanfarin ár,“ segir Alexa Kershaw einn af skipuleggjunum hátíðarinnar í samtali við Skessuhorn. Hún hefur varið miklum tíma á Íslandi sem leiðsögumaður fyrir Discover the World og Láki tours. Von er á yfir 70 breskum gestum á hátíðina.

Dr. Filipa Samarra sem leiðir rannsóknarteymi sem er nú að rannsaka háhyrningana á svæðinu mun verða með fyrirlestur ásamt Erich Hoyt sem er líffræðingur og sérfræðingur um hvali. Hoyt er þekktur fyrirlesari og margverðlaunaður rithöfundur á sviði sjávardýrarannsókna. Gestir sem koma erlendis frá munu gera meira en að sitja fyrirlestra. Á daginn verður farið í ferðir eins og hvalaskoðun frá Grundarfirði og í Eldfjallasafnið í Stykkishólmi auk þess að fara dagsferð í kringum Snæfellsnes. Seinni partinn verða síðan haldnir fyrirlestrar í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Margir frummælendur munu þar koma fram og þar á meðal eru auk Filipa Samarra og Erich Hoyt, Ragnar Th Sigurðsson ljósmyndari sem mun tala um hvernig ljósmynda á hvali og norðurljósin, Gísli Ólafson Láki Tours og Ásbjörn Björgvinsson stofnandi Hvalasafns Húsavíkur. Á þriðjudagskvöld munu kennarar frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar spila léttan jass og aðra tónlist fyrir gesti hátíðarinnar. Hægt er að sjá alla dagskrána á heimasíðum Discover the World og Láki Tours.

Alexa segist vonast til hátíðin takist vel og að hægt verði að halda hana aftur að ári. Hún segir að mikill áhugi sé á háhyrningum og þeim rannsóknum sem verið sé að gera frá Grundarfirði og meðal annars sé BBC Natural World að gera heimildarmynd um rannsóknir sem Filipa og hennar rannsóknarteymi eru að framkvæma. Hún vill hvetja heimamenn til að kynna sér hátíðina og segir að áhugasömum sé velkomið að koma á fyrirlestrana. Ef einhverjir vilji koma í hvalaskoðun sé best að bóka ferðir með fyrirvara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is