Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2013 08:01

Tvö borgfirsk danspör munu keppa fyrir Íslands hönd um páskana

Tvö pör frá Dansskóla Evu Karenar í Borgarnesi hafa verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í liðakeppni í Blackpool Englandi um næstu páska. Þetta eru þau Benjamín Karl Styrmisson og Birgitta Björnsdóttir annars vegar og Elís Dofri Gylfason og Lilja Rún Gísladóttir hins vegar. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Benjamín og Birgitta eru valin til þess að keppa á þessu móti.

„Valin eru bestu pörin á landinu tólf ára og yngri til að keppa og voru þessi tvö pör valin til að keppa í latín dönsum. Einungis eru valin tvö pör til þess að keppa í latín og tvö í ballroom í hvorum aldursflokki og því mjög skemmtilegt að bæði latín pörin skuli koma úr sama skóla hérna í sveitinni. Þetta er heilmikill heiður og eiga þau þetta svo sannarlega skilið enda búin að leggja mikið á sig,“ sagði Eva Karen Þórðardóttir eigandi Dansskóla Evu Karenar í samtali við Skessuhorn.

The Junior Blackpool Dance Festival hefur verið haldin á hverju ári frá 1947. Þar keppa dansarar á aldrinum 12 til 15 ára en keppnin mun standa dagana 1. til 7. apríl næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is