Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2013 08:01

Vilja fara með ferðamenn í skotveiði

Heimir Þór Ívarsson starfar hjá Gámaþjónustu Vesturlands í Snæfellsbæ og á sunnanverðu Snæfellsnesi og sem meindýraeyðir auk þess að vera mikill veiðimaður. Hann hefur komið víða við og er ófeiminn við að prófa nýja hluti. Hann er einnig hestamaður og heldur kindur, hesta og hunda og ól um tíma fjölbreytta flóru fiðurfénaðar. Skessuhorn fór í heimsókn til Heimis í Gámastöðina Enni í Ólafsvík og ræddi við hann um veiðimennskuna, áætlanir í ferðaþjónustu, gjöfina sem hann fékk í fertugsafmælisgjöf og sitthvað fleira. Heimir kemur úr Þykkvabænum, þar sem hann ólst upp með fimm systkinum, en hann hefur nú búið lengi í Ólafsvík. „Ég kom fyrst til Ólafsvíkur árið 1989. Seinna flutti ég úr Ólafsvík til Reykjavíkur þar sem ég var í þrjú ár en kom aftur hingað vestur. Ég gat ekki búið í þessum blokkum í Reykjavík, sumir þrífast bara ekki þar. Þetta er Paradís hérna í Ólafsvík. Hér getur maður gert allt og það er stutt að fara ef maður vill kíkja á malbikið í einn eða tvo daga,“ segir Heimir.

 

Rætt er við Heimi Þór Ívarsson í Ólafsvík um ýmis óvenjuleg verkefni hans í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is