Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2013 10:01

Akranesmær kom með fótboltamann á Skagann

Þegar Skagamenn voru nýbúnir að vinna sér sæti að nýju í efstu deild í fótboltanum haustið 2011, og höfðu misst frá sér aðal reynsluboltana í vörninni, rak á fjörur þeirra mann með mikla reynslu sem nýst getur bæði aftast og fremst á vellinum. Þetta er hinn stæðilegi Ármann Smári Björnsson sem leikið hefur með sterkum liðum innan lands og utan, frá því hann fór 18 ára gamall út í hinn stóra heim frá Hornafirði. Eiginkona Ármanns Smára, Guðrún Lind Gísladóttir, er frá Akranesi og það er þessi tenging á Skagann sem varð til þess að þau ákváðu að setjast að á Akranesi, reyndar eftir að forráðamenn ÍA ræddu við Ármann Smára þegar þau voru nýlega komin til landsins og hann hafði lokið atvinnumannsferli hjá Hartlepool í Englandi. „Ég fór héðan burtu 1999 og bærinn hefur breyst ansi mikið frá þeim tíma. Fólkinu hefur náttúrlega fjölgað mikið. Áður þekkti maður nánast alla bæjarbúa en nú eru þeir margir sem ég þekki ekki. Ég átta mig á því að flest það fólk tengist Elkem eða Norðuráli, þannig að það er greinilegt hver er ástæðan fyrir því að bærinn hefur stækkað,“ segir Guðrún Lind sem nýlega tók við starfi fjármálastjóra hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Í Skessuhorni vikunnar er nánar spjallað við Ármann Smára Björnsson og Guðrúnu Lind Gísladóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is