Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 09:31

Réttindanámskeið í málþroskaskimun

EFI-2 málþroskaskimun er tæki fyrir leikskólakennara og sérkennara leikskólans til að meta málþroska barna á fjórða ári. Eldri útgáfan EFI var notuð af hjúkrunarfræðingum heilsugæslustöðva í u.þ.b. tíu ár við reglubundna skoðun 3ja og ½ árs barna til að meta hvort ástæða væri til vísa barni til frekari athugunar. Árið 2010 var aldursviðmiðum skoðana hjá heilsugæslu breytt í tveggja og hálfs- og fjögurra ára aldur og því önnur skimunartæki tekin upp.

Nú er EFI-2 komið út í nýrri útgáfu og ætlað til notkunar innan leikskólanna þegar meta þarf málþroska barna sem eru á fjórða ári. Skimunin er stöðluð og áreiðanleiki góður. Fljótlegt er að leggja EFI-2  fyrir og börnum finnst skimunin skemmtileg.  Flestir leikskólar á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu nota EFI-2. Á annað hundrað leikskólakennarar og þroskaþjálfar hafa lokið réttindanámskeiði og margir hafa lýst yfir mikilli ánægju með notkun EFI-2 til hagsbóta fyrir börnin, foreldra og leikskólastarfið.

Höfundar eru talmeinafræðingarnir Elmar Þórðarson, Friðrik Rúnar Guðmundsson og Ingibjörg Símonardóttir. Teikningar gerði Bryndís Björgvinsdóttir.

Framundan eru tvö réttindanámskeið. Það fyrra verður í 22. febrúar í Reykjavík en það seinna 15. mars á Akureyri. Í bígerð er námskeið á Reykjanesi í samvinnu við skólaskrifstofuna.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá: elmar@ismennt.is (eða í síma 897 06 28).

-Fréttatilk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is