Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 02:01

Sótt um að Langisandur verði bláfánaströnd

Síðustu daga hefur Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar unnið að lokafrágangi á umsókn um að Langisandur á Akranesi verið bláfánaströnd. Umsjónaraðili bláfána á Íslandi er Landvernd. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum. Bláfáninn er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.

Íris segir töluverða vinnu liggja að baki umsókninni. „Svo í mars og apríl verður farið í uppsetningu þeirra þátta eða hluta sem þurfa að vera til staðar á Langasandi, svo sem upplýsingaskilti, öryggisbúnað, skyndihjálparbúnað, ílát fyrir endurvinnslu og fleira.“ Íris segir að ef fallist verði á umsóknina verði einnig lögð mikil áhersla á fræðslu tengda bláfánanum. „Ég hef fengið jákvætt og flott fólk til að vinna að þeim verkefnum, en hluti af umsókninni er að skila inn verkefnislýsingu á fimm fræðsluverkefnum. Við vonum það besta með umsóknina, enda yrði það mikill hagur fyrir svæðið, okkur og sveitafélagið að fá þessa viðurkenningu,“ segir Íris. Hún segir að Langisandur sem bláfánaströnd myndi skapa jákvæða ímynd fyrir Akranes og íbúa þess, einnig jákvæða ímynd gagnvart ferðaþjónustunni, ýta undir stolt bæjarbúa og enn jákvæðara viðhorf gangvart Langasandi. „Aukið stolt leiðir til aukinnar virðingar og betri umgengni,“ segir Íris.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is