Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 12:01

Sjö hundruð fermetra viðbygging Akraborgar vígð

Síðastliðinn föstudag var vígð tæplega 700 fermetra viðbygging við niðursuðuverksmiðju Akraborgar á Akranesi. Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur hjá fyrirtækinu og að sögn Rolfs Hákonar Arnarsonar framkvæmdastjóra Akraborgar var rík þörf á þessu viðbótarplássi. „Við höfum notað töluvert að leiguhúsnæði undir lager og verið með nánast allt laust pláss í götunni á leigu. Það hefur því lengi staðið til að sameina alla starfsemina á einum stað bæði í sparnaðar- og hagræðingarskyni,“ sagði Rolf í samtali við Skessuhorn, en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því síðasta sumar. Aðspurður um kostnað segir Rolf heildarkostnað við framkvæmdina hafa verið á bilinu 80 til 100 milljónir króna.

Vígsluhátíðin var meðal annars haldin til heiðurs þeim verktökum á Akranesi sem áttu þátt í að byggja húsið. Má þar til að mynda nefna Rudolf Jósefsson, BogB, Blikksmiðju Guðmundar, PÍPÓ, Straumnes, Þorgeir & Ellert, Skagann og fleiri. „Við hóuðum í alla sem komu að þessari framkvæmd og vorum með smá móttöku þeim til heiðurs. Þessi viðbygging skilar okkur miklu hagræði og er mun þægilegri húsakostur fyrir okkur í alla staði,“ sagði Rolf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is