Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 10:30

Aukafjárveitingin til lögreglu aðeins plástur á sárin

Búið er að ákveða skiptingu á 200 milljóna króna aukafjárveitingar ríkisins til lögregluembættanna í landinu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fær hæstu upphæðina, 63 milljónir króna. Á Vesturlandi er skiptingin eftirfarandi: Sýslumaðurinn á Akranesi fær 5,3 milljónir króna, sýslumaðurinn í Borgarnesi 6,8 milljónir króna og sýslumaður Snæfellinga 6,9 milljónir króna.

Skessuhorn heyrði fyrstu viðbrögð sýslumannanna á Vesturlandi við skiptingu fjárins milli embætta og hvað þessi viðbót þýðir fyrir þau:

Fá minna en sambærileg embætti

Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi segist þakklátur fyrir fjárveitinguna en hún hafi þurft að vera um helmingi hærri ef hún ætti að koma að einhverju gagni. „Þetta er aðeins plástur á sárin. Búið er að skera of mikið niður í þessum embættum á síðustu árum og höfum til að mynda þurft að skila einum lögreglubíl og segja upp einum lögreglumanni. Við fáum 15 til 22 milljónum króna minna á ári en sambærileg embætti á landinu og þess vegna furða ég mig á skiptingunni milli svæða,“ segir hann og vísar til dæmis til verkefnaumfangs embættisins, landstærðar þess, mikillar fjölgunar íbúa yfir sumartímann og umferðar í gegnum umdæmið. Umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum var síðast stækkað árið 2007 þegar Dalasýsla og Kolbeinsstaðahreppur bættust við.

 

Þarf meira fé

„Við erum alltaf fegin því að fá eitthvað þó svo að fjárveitingin hefði alveg mátt vera meiri,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður á Akranesi. „Þetta þýðir að við rétt náum að halda sjó og starfsemin verður óbreytt þetta árið. Þetta er auðvitað bara einskiptisgreiðsla og óvíst hvort við fáum sambærilega fjárveitingu að ári. Það er alveg ljóst að það þarf meira fé til lögregluembættanna,“ segir hún. Lögregluþjónum hefur þegar verið fækkað vegna niðurskurðar á Akranesi og þá var lögð niður sólarhringsvakt á lögreglustöðinni.

 

Sleppa við frekari fækkun

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir aukafjárveitinguna koma sér ákaflega vel. „Við losnum við þá fækkun sem komin var til skoðunar og gerir það að verkum að við getum haldið óbreyttri starfsemi,“ sagði Ólafur K. í samtali við Skessuhorn. Vegna niðurskurðar síðustu ára hefur lögregluþjónum á Snæfellsnesi fækkað um tvo og öll aukavinna minnkað stórlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is