Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 12:56

Síldin urðuð á staðnum en grútnum ekið í Fíflholt

Skipulagðar hreinsunaraðgerðir hófust í Kolgrafafirði í gær en þær miða að því að hreinsa grút og dauða síld úr fjörunni framan við bæinn Eiði. Keyrt verður með grútinn á urðunarstað í Fíflholtum en síldin aftur á móti plægð niður í fjöruna. Á fjöru í gær ýttu traktorsgröfur dauðri síld niður í stóra skurði sem grafnir höfðu verið og síðan var mokað yfir jafnóðum til að koma í veg fyrir að síldin flyti upp. Það eru heimamenn sem annast verkið á kostnað stjórnvalda. „Okkur finnst bara frábært að það skuli loksins eitthvað gert í þessum málum,“ sagði Guðrún Lilja Arnórsdóttir bóndi á Eiði í samtali við Skessuhorn. Þegar blaðamaður náði samband við hana í morgun var enn beðið eftir fjöru en hreinsunarstarf átti að hefjast aftur fljótlega eftir hádegi. „Þetta er í rauninni tilraunastarf að mörgu leyti. Þó svo að við losnum kannski við mestu síldina úr fjörunni þá er enn mikill grútur á botninum í firðinum. Verktakarnir í Grundarfirði fá allavega eitthvað að gera á meðan,“ sagði hún og hló.

 

 

 

 

Guðrún Lilja sagði lyktina sem komið hafi í gær meðan hrært var í fjörunni óbærilega. Þá sé einnig komin þó nokkur lykt inn í Grundarfjörð íbúum þar til ama. Aðspurð um framhaldið sagði hún: „Nú væri auðvitað best ef menn gætu horft fram í tímann og reynt að koma í veg fyrir að þetta hendi aftur. Vonandi fer síldin nú að færa sig um set. Að óbreyttu getum við allt eins átt von á að þetta komi aftur fyrir á næsta ári,“ sagði Guðrún Lilja Arnórsdóttir bóndi á Eiði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is