Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2013 05:00

Víkingur AK kominn á loðnuveiðar og fyrstu 300 tonnin komin um borð

Víkingur AK 100 er nú kominn á loðnumiðin út af Hornafirði. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar rekstrarstjóra skipasviðs HB Granda mun skipið landa til vinnslu í mjölverksmiðjuna á Akranesi. „Ef allt gengur eins og best verður á kosið má búast við honum til löndunar aðfaranótt laugardags,“ sagði Ingimundur í samtali við Skessuhorn. Eins og þekkt er orðið er Víkingi aðeins beitt yfir háloðnuvertíðina, en skipið er orðið 52 ára gamalt. Fyrir þessa vertíð voru gerðar miklar endurbætur á lest Víkings, auk annars hefðbundins viðhalds. Aðspurður sagði Ingimundur að strax og búið var að gefa út heildarkvótann á loðnuna nú í vikunni, 570 þúsund tonnin, hafi allt verið sett á fullt í loðnuveiðunum. Fram að þessu hafi menn verið að horfa til hrognafrystingarinnar sem væntanlega hefst nú í lok mánaðarins, að geyma hluta kvótans í þá vinnslu; sem er langarðsamasti hluti loðnuvertíðarinnar.

Gunnar Gunnarsson skipstjóri á Víkingi er með fastan hóp manna í áhöfn, 13 karla, sem hann kallar út með skömmum fyrirvara. Sagt er að það hafi farið allt niður í fjóra tíma frá því Gunnar byrjaði að hóa í mannskapinn þar til Víkingi var siglt til veiða. „Þeir eru að tala um að árangurinn hafi ekki verið neinn í þetta skiptið. Það hafi tekið átta tíma að ræsa mannskapinn,“ segir Ingimundur og hlær. Víkingur fór frá bryggju á Akranesi klukkan 16 á þriðjudag, kom við í Reykjavík til að taka nót og sigldi svo rakleiðis á miðin fyrir austan. Bræla var í gær en nú í hádeginu voru komin 300 tonn í lestina úr tveimur köstum. Bæjarbúar á Akranesi gætu farið að merkja peningalykt strax í byrjun næstu viku, þegar mjöl og lýsi fara að streyma í tankana. Lyktarmengun verður þó væntanlega lítil sem engin, þar sem hennar gætir núorðið aðeins þegar brædd er gulldepla eða skemmdur kolmunni.

 

HB Grandi er nú með fjögur skip á loðnuveiðum en auk Víkings voru Ingunn AK og Faxi RE á miðunum nú í hádeginu en verið er að landa úr Lundey NS á Vopnafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is