Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2013 03:46

Aukin útgjöld ríkissjóðs vegna síldardauða óhjákvæmileg

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að starfshópur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og fjármálaráðuneytis vinni tillögur til ríkisstjórnar um útgjöld vegna þeirra verkefna, sem ráðast þarf í vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Líklegt þykir að grípa þurfi til frekari aðgerða, enda sé umfangið mikið. „Ljóst er því að síldadauðinn í Kolgrafafirði hefur óhjákvæmileg útgjöld í för með sér umfram þær fjárveitingar sem ríkisstjórn hefur þegar samþykkt til vöktunar og eftirlits. Mun ofangreindur starfshópur annast tillögugerð vegna útgjalda sem ráðast þarf í vegna hamfaranna, líkt og gert var varðandi útgjöld í tengslum við óveður sem gekk yfir Norðurland síðastliðið haust,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

 

 

 

 

Eins og Skessuhorn hefur greint frá var farið í umfangsmikið hreinsunarstarf í Kolgrafafirði um miðja viku og miðar því vel en í tilkynningu segir að mjög mikilvægt sé að afstýra með öllum ráðum því umhverfisslysi sem af síldargrútnum gæti stafað. Aðgerðirnar felast annars vegar í því að grafa dauða síld niður í sandinn í fjörunni og hins vegar að moka grútinn upp og flytja hann til urðunar á næsta urðunarstað sem er í Fíflholtum á Mýrum. Umhverfisstofnun stýrir verkefninu í samráði og samvinnu við heimamenn, sem annast verkið og vindur því vel fram. Ljóst er að aðgerðirnar hafa þegar haft tvennskonar áhrif, annars vegar að hreinsa fjörurnar af grút og síld með minni hættu fyrir lífríkið. Hins vegar minnka aðgerðirnar lyktarmengun á svæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is