Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2013 08:01

Akraneskaupstaður styður myndarlega við framkvæmdir íþróttafélaga

Síðastliðinn föstudag voru í bæjarþingsalnum á Akranesi undirritaðir framkvæmdasamningar við fjögur íþróttafélög í bænum; þ.e. Golfklúbbinn Leyni varðandi byggingu vélaskemmu á Garðavelli að fjárhæð alls 24 milljónir króna, Hestamannafélagið Dreyra um uppbyggingu reiðleiða innan sveitarfélagsmarka Akraneskaupstaðar að fjárhæð alls níu milljónir, Knattspyrnufélag ÍA um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum austan og sunnan Akraneshallar að fjárhæð alls 21 milljón króna og Skotfélag Akraness um uppbyggingu á aðstöðu félagsins við Berjadalsá að fjárhæð þrjár milljónir króna.

Golfklúbburinn Leynir hóf framkvæmdir við byggingu vélaskemmu í lok árs 2011 og gerðu aðilar með sér samning um framkvæmdina. Akraneskaupstaður skuldbindur sig til að greiða fyrrgreinda upphæð á næstu þremur árum, en samkomulag er um að GL sjái um nauðsynlegar framkvæmdir til að ljúka byggingu hússins á samningstíma þannig að lokið verði að fullu við vélaskemmuna eigi síðar en árið 2014.

 

Hestamannafélagið Dreyri hefur byggt upp félagsaðstöðu í Æðarodda en á svæðinu er einnig hesthúsahverfi þar sem félagsmenn í Dreyra hafa byggt upp hesthús. Æðaroddi er því miðpunktur í þessari starfsemi og reiðleiðir liggja að og frá svæðinu. Ástand þessara reiðleiða er af misjöfnum gæðum og eru aðilar sammála um að brýnt sé að ráðast í úrbætur. Unnin hefur verið framkvæmdaáætlun til þriggja ára með það að markmiði að bæta og auka fjölbreytni reiðleiða og auka öryggi notenda.

 

Knattspyrnufélag Akraness hefur unnið að endurbyggingu æfingasvæða á Jaðarsbökkum með stuðningi Akraneskaupstaðar. Samkomulag er um að KFÍA annist framkvæmdir á svæði merktu C og D á árunum 2013 og 2014. Framkvæmdum skal lokið við völl D eigi síðar en 15. október 2013 og við völl C eigi síðar en 15. október 2014. Akraneskaupstaður mun greiða samtals 21 milljón á næstu þremur árum vegna framkvæmdanna.

 

Skotfélag Akraness hefur fengið afnot af landspildu austan Berjadalsár. SKA hyggst byggja upp aðstöðu á svæðinu skv. framkvæmdaáætlun til næstu þriggja ára. Mun Akraneskaupstaður veita félaginu fjárhagslegan stuðning vegna framkvæmdanna á næstu þremur árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is