Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2013 06:01

Endurvinnsluþema í Heiðarskóla

Foreldradagur var haldinn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit sl. fimmtudag. Skólinn leggur áherslu á umhverfismennt og starfar undir merkjum Grænfánans. Í upphafi dags var kynning á uppbyggingarstefnunni með sérstakri áherslu á félagslegu grunnþarfirnar fimm; öryggi, frelsi, gleði, umhyggju og styrk. Nokkra daga í janúar var skólastarf Heiðarskóla brotið upp í þemadaga þar sem áherslan var á endurvinnslu. Nemendur unnu í tímum með og ræddu um náttúruauðlindir, neyslu og endurvinnslu og fengu skilning á því að lífsstíll og neysla okkar í vestræna heiminum er komin langt út yfir það sem jörðin getur framleitt. Ýmis verkefni voru unnin á netinu og einnig horfðu nemendur á kennslumyndbönd um endurvinnslu og spilliefni. Allir nemendur skólans tóku þátt í þemadögum þar sem unnið var með endurvinnslu. Í aldursblönduðum hópum var unnið við mörg fjölbreytt verkefni sem gengu út á að endurnýta hluti sem annars hefðu farið í ruslið.

Nemendur fengu einstakt tækifæri til að nota skapandi og sjálfstæða hugsun. Þeir bjuggu til luktir úr niðursuðudósum, kertastjaka úr glerkrukkum, pottaplatta úr glerbrotum úr fjörunni og gömlu postulíni, pappírsmassaskálar úr endurunnum pappír, töskur, húfur o.fl. úr gömlum fötum. Líkön af byggingum, dýrum og herbergjum úr pappakössum og slíku, kerti úr kertastubbum og myndir úr töppum, plastlokum, dollum og fleiru. Annað atriði í þemavikunni var að skoða betur hvað nemendur henda eða leifa miklu af mat í skólanum á hverjum degi. Hver bekkur vigtaði afgangana eftir hádegismatinn í eina viku. Fimmti bekkur vann með 0 grömm til spillis. Matráðskonurnar voru mjög ánægðar með þetta framtak, matarleifarnar minnkuðu verulega þessa daga og nemendur fóru t.d. að hugsa sig betur um þegar fengið var á diskinn. En hænurnar á nokkrum bæjum í sveitinni fengu minna að borða. Allir fengu ís í eftirrétt til að undirstrika að ef maður sparar og hugsar vel um matinn verður meiri peningur eftir fyrir annað. Dagurinn tókst mjög vel, ágæt mæting var hjá foreldrum og náðu þeir vel saman með börnum sínum í verkefnum dagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is