Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2013 12:26

Deila um skil á framvinduskýrslu vegna Brákarhlíðar

Fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti áskorun til byggingarnefndar Brákarhlíðar þess efnis að fundinn verði nýr eftirlitsaðili við framkvæmdir sem þar standa yfir. Áskorunin var lögð fram í bókun á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar sl. Ástæðuna segir minnihlutinn vera óhóflegar tafir á gerð framvinduskýrslu eftirlitsaðila sem borist hafi rúmu hálfu ári eftir að fyrsta áfanga framkvæmdanna lauk sem var bygging nýrrar hjúkrunarálmu. „Slíkur dráttur er óásættanlegur og eðlilegt að endurskoða val á eftirlitsaðila við núverandi framkvæmdir hjá Brákarhlíð. Vegna óhóflegs seinagangs við skil framvinduskýrslu skorar undirrituð á byggingarnefnd Brákarhlíðar að leita samninga við annan eftirlitsaðila. Sex mánaða seinkun er óásættanleg og eðlilegt að gefa öðrum aðilum kost á að koma að verkinu,“ segir í bókuninni sem lögð var fram af Geirlaugu Jóhannsdóttur.

 

 

 

„Það hvílir mikil ábyrgð á sveitarstjórn að tryggja að framkvæmdin standist áætlun og er framvinduskýrsla eftirlitsaðila helsta upplýsingaveita fyrir sveitarstjórnarfulltrúa til að fylgjast með gangi mála,“ segir þar jafnframt. Auk Geirlaugar skrifuðu Finnbogi Leifsson og Sigríður Bjarnadóttir undir bókunina. Fjórði fulltrúi minnihlutans, Jóhannes Stefánsson, tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við það.

 

Skýrsluskil með eðlilegum hætti

Í tilkynningu sem Magnús B. Jónsson formaður byggingarnefndar Brákarhlíðar hefur sent fyrir hönd  nefndarinnar segir að nefndin líti svo á að skilaboð bókunarinnar séu þau að eftirlitsaðilar hafi algerlega brugðist skyldum sínum við eftirlitið. Þessu mótmælir nefndin. „Það er ómaklegt að láta að slíku liggja, bæði gagnvart því fyrirtæki sem í hlut á sem eftirlitsaðili, en ekki síður gagnvart þeim einstaklingi sem annast hefur eftirlitið fyrir þess hönd af stakri samviskusemi. Nær allar tímasetningar verksins stóðust, starfssemi hófst í húsinu 14. júlí 2012, fjórtán dögum eftir umsamin verklok sem ekki telst verulegur dráttur á verki sem tekur 2 ár,“ segir í tilkynningu bygginganefndar. Þá hafi leigugreiðslur borist Borgarbyggð frá og með 1. ágúst sl. og telur bygginganefnd að í því felist mikil viðurkenning á framvindu og verkskilum.

 

„Framkvæmdakostnaður er innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með í byrjun og því má segja að allar áætlanir við framkvæmdirnar hafi staðist og á eftirlitsaðili stóran þátt í því.“

Þá segir nefndin að skil á framvinduskýrslum á framkvæmdatíma hafi verið með eðlilegum hætti. „Sú seinkun sem varð á afhendingu síðustu framvinduskýrslu hefur verið útskýrð af hálfu byggingarnefndar og hægt er að endurtaka þær skýringar ef vilji er til að hlusta á þær. Byggingarnefnd er reiðubúin til fundar með sveitarstjórn Borgarbyggðar sem fyrst til þess að ræða milliliðalaust þau sjónarmið sem ráða för hvað þessa bókun varðar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is