Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2013 08:01

Eltu drukkinn ökumann

Í eftirliti lögreglunnar á Akranesi aðfaranótt laugardags var ökumanni bifreiðar gefið stöðvunarmerki, þar sem að athuga átti ástand hans. Ökumaður jók þá hraðann og reyndi að komast undan lögreglu sem veitti honum eftirför eða allt þar til maðurinn ók inn í botnlangagötu og komst ekki lengra. Reyndi hann þá að hlaupa undan lögreglumönnum sem hlupu hann uppi og handtóku. Reyndist maðurinn vera undir áhrifum áfengis og var hann færður á lögreglustöð þar sem tekið var úr honum blóðsýni, hann yfirheyrður og sleppt að skýrslutöku lokinni.  Nokkrir ökumenn voru auk þess stöðvaðir fyrir ýmis umferðalagabrot í vikunni. Eitt vakti þó athygli umfram önnur, en þar var á ferð maður sem ók öfugt í gegnum hringtorg til að stytta sér leið. Ekki þarf að fara mörgum orðum hversu hættulegt slíkt aksturslag getur verið og hlaut maðurinn sekt fyrir tiltækið. Þá voru lögreglumenn á Akranesi kallaðir til um helgina af dyravörðum á skemmtistað þar sem einn gestanna hafði orðið fyrir árás annars gests. Var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á slysadeild til læknisskoðunar en hann reyndist lítið meiddur en áverkar voru á andliti mannsins. Að öðru leyti fór skemmtanahald helgarinnar vel fram.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is