Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2013 01:31

Stefnt að opnun Ship-o-hoj í Borgarnesi

Verslunin Ship-o-hoj verður opnuð í vor að Brúartorgi 4 í Borgarnesi. Rekstraraðilar eru hjónin Guðveig Anna Eyglóardóttir og Vigfús Friðriksson en eigandi er Guðrún Hildur Jóhannsdóttir og eiginmaður hennar Gunnar Örlygsson ásamt fleirum. Að sögn Guðveigar verður Ship-o-hoj sambland af sælkeraverslun með ferskar kjöt- og fiskvörur auk þess að vera hádegisverðarstaður. „Við ætlum að leggja áherslu á bjóða upp á gæði og umfram allt góða þjónustu. Við finnum t.d. að eftirspurn er eftir slíku hráefni er mikil meðal heimamanna sem ekki hafa búið við aðgang að kjöt- og fiskborði í bænum um nokkra hríð. Þá vitum við að fólk sem á leið um héraðið eins og sumarbústaðafólk vill gjarnan hafa með sér eitthvað ferskt á grillið. Þarna getum við bjargað málunum og mun fólk sem er á ferðinni eiga þess kosts að geta hringt fyrirfram, pantað sér vöru sem verður tilbúin til afgreiðslu þegar það kemur í Borgarnes,“ segir Guðveig en stefnan er að opna Ship-o-hoj fimmtudaginn 4. apríl nk.

 

 

 

 

„Við munu svo bjóða upp á heita tilbúna rétti í hádeginu, að sjálfsögðu úr því góða hráefni sem við höfum til sölu. Við ætlum að leitast við að vera með hollari valmöguleika en þekkist núna á Brúartorgi,“ segir Guðveig. Hún og Vigfús hafa töluverða reynslu af veitinga- og verslunarstörfum. Sjálf rak Guðveig veitingastaðinn Halastjörnuna norður í Öxnadal um tíma en einnig hefur hún starfað við matseld og þjónustu á veitingastöðum og hótelum undanfarin ár. Þá hefur Vigfús starfað við matvælavinnslu í mörg ár, bæði í kjöt- og mjólkurvinnslu en hann starfaði jafnframt um tíma í víðfrægu kjötborði í Melabúðinni í Reykjavík.

Guðveig er fædd og uppalinn í Borgarnesi en hún og Vigfús hafa búið undanfarin ár á Akureyri ásamt börnum sínum þremur. Sjálfur á Vigfús ættir sínar að rekja austur á Fljótsdalshérað. „Við fluttum í Borgarnes í síðasta mánuði og vinnum nú að því að undirbúa Ship-o-hoj fyrir opnun. Síðan má geta þess að ég og einn eigenda verslunarinnar, hún Guðrún Hildur, erum æskuvinkonur en hún er dóttir Jóhanns Kjartanssonar og Hildar Loftsdóttur. Hér eru því hreinræktaðir Borgnesingar á ferð sem þykja vænt um bæinn sinn og vilja þannig leggja sitt á vogaskálarnar til að hleypa aukna lífi í hann,“ segir Guðveig að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is