Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2013 06:15

Sluppu án teljandi meiðsla úr flugferð ofan í gil

Laust fyrir hádegi síðastliðinn sunnudag hafnaði jeppabifreið utan vegar í mikilli hálku á sunnanverðri Bröttubrekku. Fór bíllinn yfir vegrið við brúna yfir Bjarnadalsá og hafnaði í gilinu vel yfir fjörutíu metra spöl neðar. Talið er með ólíkindum að hjón sem í bílnum voru skyldu lifa þetta fall af, en þau sluppu án verulegra meiðsla úr óhappinu og var konan komin út af sjúkrahúsi sólarhring síðar. Þau voru flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Mikill viðbúnaður var vegna óhappsins, m.a. kallaður út tækjabíll frá Slökkviliði Borgarbyggðar sem og björgunarsveitarmenn, en aðstoð þeirra síðartöldu afturkölluð skömmu síðar.

 

Verstu aðstæðurnar

Að sögn lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum var fólkinu í bílnum komið til bjargar af vegfarendum, sem unnu þrekvirki við að koma farþega og ökumanni út úr bílnum og upp á veg í skjól og hita þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Völundur Sigurbjörnsson bílstjóri kranabíls, sem vinnur við að fjarlægja tjónabíla af slysstað, segir að aðstæðurnar vegna umrædds slyss við Bjarnadalsá, séu þær erfiðustu sem hann hafi lent í. Hann sagði að vegalengdin af veginum og ofan í gilið hafi verið 47 metrar. Völundur segir að hefðbundinn búnaður sem hann hafði meðferðis á sunnudaginn, öflug kaðaltóg, hafi slitnað þegar hann var kominn með bílinn einn til tvo metra upp úr gilinu, en bíllinn var stærsta gerð af Toyota Land Cruiser sem væntanlega er um þrjú tonn að þyngd. „Ég var búinn að slíta allt og þurfti frá að hverfa á sunnudeginum. Á mánudagsmorgun fór ég svo með óslítanlega víra og keðjur og náði bílnum upp,“ segir Völundur. Mikil törn var hjá honum í hálkuaðstæðunum á sunnudag, en hann var að koma úr tveimur óhöppum á Mýrum þegar kallið kom um óhappið á veginum um Bröttubrekku. Ekki urðu meiðsli á fólki í þessum tveimur óhöppum á Mýrunum. Þrjú önnur óhöpp urðu í umferðinni í Borgarfirði og Dölum í vikunni sem leið. Meiðsli á fólki urðu í einu þeirra óhappa en ekki alvarleg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is