Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2013 02:01

Útgáfutónleikar My Sweet Baklava á Akranesi á morgun

„Hljómsveitin heitir eftir mið-austurlensku sælgæti en það var í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum þegar við bjuggum í Danmörku. Mér fannst sveitin þurfa að minna á eitthvað sætt og gott en það er einmitt tilfinningin sem þetta hljómsveitarlíf gefur manni,“ segir Valgerður Jónsdóttir söngkona og píanóleikari í hljómsveitinni My Sweet Baklava í samtali við Skessuhorn. Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu plötu og mun á næstu vikum halda þrjá útgáfutónleika að því tilefni. Valgerður semur lögin í samvinnu við eiginmann sinn, Þórð Sævarsson, sem spilar á gítar, en þetta er í fyrsta skipti sem þau gefa út plötu saman í fullri lengd. Bæði koma þau frá Akranesi og hafa verið saman frá því þau kynntust sem unglingar í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fyrir tveimur árum fluttu þau aftur í heimabæinn og starfar Valgerður sem tónmenntakennari við Grundaskóla á Akranesi en Þórður þjálfar hnefaleika hjá Hnefaleikafélagi Akraness. „Við höfum alltaf verið í einhverju hljómsveitastússi og að semja lög saman. Þetta er því nokkuð stór áfangi fyrir okkur.“

Auk þeirra hjóna eru í hljómsveitinni Sveinn Rúnar Grímarsson á bassa og Smári Þorsteinsson á trommum. Á plötunni spila einnig Gunnhildur Vilhjálmsdóttir á trompet og harmónikku og Jón Trausti Hervarsson, faðir Valgerðar, á saxófón. „Platan er öll tekin upp á Akranesi, bæði í Tónlistarskólanum og Stúdíó B. Það var síðan heimamaðurinn Baldur Ketilsson sem sá um upptökur og hljóðblöndun,“ segir Valgerður. Aðspurð um hvernig tónlist My Sweet Baklava spilar segir hún það vera popptónlist með rokkívafi og að textarnir séu bæði á íslensku og ensku.

Útgáfutónleikarnir verða í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 21. febrúar, á Café Haiti í Reykjavík laugardaginn 23. febrúar og að lokum í Landnámssetrinu í Borgarnesi laugardaginn 2. mars. Plötuna má meðal annars finna í verslun Eymundsson á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is