Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2013 08:30

Borgarbyggð einkennist af fjórum atvinnugreinum

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir sveitarfélagið einkennast af fjórum greinum í atvinnulífi sem allar tengjast. „Í fyrsta lagi má nefna verslun og þjónustu, þar sem Borgarnes þjónar sem miðstöð fyrir íbúa og gesti héraðsins. Ferðaþjónustan, sem vaxið hefur á liðnum árum, er einnig orðinn drjúgur hluti af þessari atvinnugrein í sveitarfélaginu. Önnur greinin sem ég vil nefna er landbúnaður og vinnsla matvæla. Í sveitarfélaginu er mikill og fjölbreyttur landbúnaður stundaður og hefur verið um langan aldur. Þriðja atriðið eru skólarnir. Borgarbyggð er nefnilega eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi þar sem skóla á öllum skólastigum er að finna; leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla, Háskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þetta er einn af bestu kostum sveitarfélagsins. Að lokum er það byggingaiðnaðurinn. Hér eru til dæmis tvö stór fyrirtæki á því sviði starfandi, Loftorka og Límtré Vírnet, ásamt öðrum smærri byggingafyrirtækjum og einyrkjum með góða þekkingu á sínu sviði,“ segir Páll Brynjarsson meðal annars í Vesturlandsblaði Skessuhorns.

 

Sjá viðtalið við Pál og aðra sveitarstjóra á Vesturlandi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is