Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2013 09:01

Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal komin á lokastig

Ný viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal í Borgarfirði er komin á lokastig og fór fram æfing samkvæmt henni sl. miðvikudag. „Heimamenn voru mjög ánægðir með æfinguna og var mikill hugur hjá öllum viðbragðsaðilum um að halda fleiri æfingar þar sem reyndi á samstarf og samhæfingu allra,“ sagði Theódór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum að æfingu lokinni. Eins og kunnugt er þá er í Skorradal að finna stóra sumarhúsabyggð meðfram Skorradalsvatni og mun áætlunin stuðla að því að rétt viðbrögð sumarhúsafólks auk íbúa Skorradalshrepps verði viðhöfð ef svo óheppilega vildi til að gróðureldar blossuðu upp.

Umræða um hættu af sinubruna og gróðureldum hefur farið vaxandi undanfarin ár ekki síst eftir skæða gróðurelda á Mýrum árið 2006 og aukna þurrkatíð síðastliðin sumur. Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala og hafa landslag og staðhættir dalsins laðað að fólk, m.a. til að byggja sér sumarhús þar, í áranna rás. Brattar hlíðar eru áberandi í landslagi hans og einnig náttúrulegur sem og ræktaður skógur, sem er beggja vegna Skorradalsvatns og klæðir dalinn miðjan. Áærlunin er unnin að frumkvæði heimamanna.

 

Á láglendi Skorradals er birkikjarr ríkjandi ásamt graslendi og lúpínu. Stór hluti dalsins hefur verið friðaður fyrir beit frá 2002 og er lággróður því mikill og sina eftir árstímum. Ef þurrt er í veðri getur eldsmatur því orðið umtalsverður. Að sögn Huldu Guðmundsdóttur íbúa í Skorradal og fulltrúa í almannavarnanefnd Borgarfjarðar þá er mikilvægt að fólk hugi vel að þeim hættum sem steðja af gróðureldum komi þeir upp. „Mikilvægt er að fólk sé mjög meðvitað um eldhættuna. Sumarhúsaeigendur og gestir þeirra í Skorradal, sem og annars staðar, þurfa t.d. að vera meðvitaðir um hættuna enda getur minnsti neisti orðið að stóru báli. Við bindum vonir við að viðbragðsáætlunin efli vitund um þessi mál og hjálpi okkur í forvarnamálum,“ segir Hulda.

 

Rögnvaldur Ólafsson, fulltrúi hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði æfinguna sl. miðvikudag hafa gengið vel. Hún hafi gert viðbragðsaðilum kleift að laga eitt og annað í áætluninni, en heilt yfir sé komin mynd á hvernig áætlunin eigi að líta út. Hann býst við að hún verði samþykkt innan tveggja vikna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is