Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2013 12:02

Góður sigur Snæfellskvenna á Hlíðarenda

Snæfellskonur gerðu góða ferð til Reykjavíkur í gær þar sem þær sigruðu Val 60:46 í Dominosdeildinni. Á sama tíma töpuðu nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur fyrir Haukum, þannig að nú munar aðeins fjórum stigum á liðunum í tveimur efstu sætunum, eftir 22 umferðir af 28. Keflavík er í efsta sætinu með 38 stig, Snæfell í því næsta með 34 og KR í þriðja sætinu með 28 stig. Heimastúlkur í Val byrjuðu betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 14:11. Þrátt fyrir góða byrjun í öðrum leikhluta voru Valsstúlkur enn yfir í hálfleik, 30:29. Hólmarar á vellinum og í stúkunni voru reyndar mjög ósáttir við ruðningsdóm á Kieraah Marlow á lokasekúndum hálfleiksins. Snæfellskonur mættu ákveðnar til seinni hálfleiks. Alda Leif Jónsdóttir skoraði þrist og Hildur Björg Kjartansdóttir setti ofan í frá endalínunni skömmu síðar. Snæfell heilsaði með 7:0 áður en Valskonur komust á blað. Fyrir lokafjórðunginn var Snæfell fjórum stigum yfir 46:42. Breiddin reyndist betri hjá Snæfellskonum og þær brutu baráttu Valskvenna á bak aftur á lokamínútunum. Sigurinn var Snæfells og það öruggur, 60:46 eins og áður sagði.

Hjá Snæfelli var Alda Leif Jónsdóttir með 14 stig og 6 fráköst, Kieraah Marlow einnig með 14 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 varin skot, Hildur Björg Kjartansdóttir setti 11 stig og tók 6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10 stig, Hildur Sigurðardóttir 8 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar og Rósa Indriðadóttir 3 stig.

 

Næsti leikur Snæfells í Dominosdeild kvenna verður í Stykkishólmi næstkomandi miðvikudagskvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is