Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2013 12:02

Góður sigur Snæfellskvenna á Hlíðarenda

Snæfellskonur gerðu góða ferð til Reykjavíkur í gær þar sem þær sigruðu Val 60:46 í Dominosdeildinni. Á sama tíma töpuðu nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur fyrir Haukum, þannig að nú munar aðeins fjórum stigum á liðunum í tveimur efstu sætunum, eftir 22 umferðir af 28. Keflavík er í efsta sætinu með 38 stig, Snæfell í því næsta með 34 og KR í þriðja sætinu með 28 stig. Heimastúlkur í Val byrjuðu betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 14:11. Þrátt fyrir góða byrjun í öðrum leikhluta voru Valsstúlkur enn yfir í hálfleik, 30:29. Hólmarar á vellinum og í stúkunni voru reyndar mjög ósáttir við ruðningsdóm á Kieraah Marlow á lokasekúndum hálfleiksins. Snæfellskonur mættu ákveðnar til seinni hálfleiks. Alda Leif Jónsdóttir skoraði þrist og Hildur Björg Kjartansdóttir setti ofan í frá endalínunni skömmu síðar. Snæfell heilsaði með 7:0 áður en Valskonur komust á blað. Fyrir lokafjórðunginn var Snæfell fjórum stigum yfir 46:42. Breiddin reyndist betri hjá Snæfellskonum og þær brutu baráttu Valskvenna á bak aftur á lokamínútunum. Sigurinn var Snæfells og það öruggur, 60:46 eins og áður sagði.

Hjá Snæfelli var Alda Leif Jónsdóttir með 14 stig og 6 fráköst, Kieraah Marlow einnig með 14 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 varin skot, Hildur Björg Kjartansdóttir setti 11 stig og tók 6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10 stig, Hildur Sigurðardóttir 8 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar og Rósa Indriðadóttir 3 stig.

 

Næsti leikur Snæfells í Dominosdeild kvenna verður í Stykkishólmi næstkomandi miðvikudagskvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is