Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2013 11:51

Stofnunin hefur brugðist við af festu

"Í umræðunni undanfarna daga hafa fallið óvarleg orð. Sumpart eru þau villandi, óskýr og jafnvel röng. Svo langt hefur gengið að dróttað hefur verið að því að því að um lögbrot og skjalafals sé að ræða. Þetta eru alvarlegar ásakanir gagnvart grandvörum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og brugðist verður við þeim þætti málsins á öðrum vettvangi," segir Guðjón S Brjánsson forstjóri HVE í grein sem hann skrifar og birt er m.a. hér á síðunni undir aðsendar greinar. Mál þetta snertir mistök sem urðu eftir fæðingu barns á Akranesi í byrjun janúar 2011. Kastljós RUV hefur í tvígang fjallað ítarlega um málið að undanförnu og greint frá viðbrögðum landlæknisembættisins. Viðtal við móður barnsins birtist í Skessuhorni 19. desember sl. "Fjöður verður ekki dregin yfir það, að um alvarlegt og raunalegt mál er að ræða, hvernig sem á það er litið, enda brást framkvæmdastjóri lækninga afar fljótt við og sendi landlækni samdægurs tilkynningu um atvikið sem alvarlegt tilvik til rannsóknar. Ekki á nokkru stigi málsins hefur verið með ásetningi gerð tilraun til leyndar og því síður fölsunar gagna, það er fráleitt," segir Guðjón m.a. í grein sinni. Greinina má lesa í heild sinni HÉR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is