Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2013 01:52

Börn eru tekin of fljótt úr viðurkenndum barnabílstólum

Um miðjan október á síðasta ári stóðu Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi grunnskólabarna í bílum. Náði hún til 500 barna í tíu sveitarfélögum víðs vegar um landið. Nú er úrvinnslu gagna lokið og niðurstöður verið birtar. Í ljós kom að börn fara of ung úr bílstólum. Þannig voru 37% barna á aldrinum 6-8 ára ekki í sérstökum öryggisbúnaði, talsverður munur var á landsbyggð og höfuðborgarsvæði og aukin notkun öryggisbelta er frá fyrri árum þegar sambærilegar kannanir hafa verið gerðar.

 

 

 

 

Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall barna sem eingöngu voru í bílbeltum 17% en á landsbyggðinni 59%. Þess má geta að meðalhæð átta ára barna er 129 sm. Því er ljóst að töluverður fjöldi barna fer alltof fljótt úr bílstól eða af bílpúða með baki yfir í venjulegt bílsæti sem eingöngu er með bílbelti. Miðað er við að barn undir 150 sm skuli nota viðurkenndan barnabílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu ekki að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri hæð þar sem beinagrind barna er ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltum. Við árekstur geta belti því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, séu þau notað eitt og sér.

Árið 2005 gerði Umferðarstofa sambærilega könnun á öryggi grunnskólabarna í bílum á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að 12% barna voru þá laus í bílum, en í þessari könnun frá 2012 var hlutfall lausra barna aðeins 3,3% á landsvísu. Því má ætla að talsverð vitundarvakning hafi orðið hvað varðar öryggi barna í bílum á undanförnum árum og er það ánægjulegt. En betur má ef duga skal og því er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga að börn undir 150 sm eiga undantekningalaust að vera í bílstól eða á bílpúða með baki, flest slys verða innan þriggja kílómetra frá upphafsstað og að endingartími flestra barnabílstóla er tíu ár, en ungbarnastóla fimm ár. Hafi bílstóll orðið fyrir hnjaski ber að skipta honum út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is