Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2013 12:51

Þjófar komust í póstsendingu sem meðal annars innihélt debetkort

Nokkrir íbúar í Reykhólahreppi urðu nýverið fyrir því óláni að debetkortum sem Landsbankinn hafði sent þeim í pósti, ásamt PIN-númeri kortanna, var stolið úr póstsendingu hjá Íslandspósti. Þannig urðu tvíþætt mistök, bæði af hálfu Landsbankans og Íslandspósts. Vegna þess að PIN númerin höfðu verið send með kortunum var mun auðveldari en ella fyrir þjófinn eða þjófana að nýta ránsfeng sinn. DV greinir frá þessu í síðustu viku. Í frétt blaðsins segir að nokkrir íbúar í Reykhólahreppi hafi lent í þessu og hafi jafnframt verið tekið út af reikningum sumra þeirra. Íslandspóstur hafði verið að flytja pakka með kortum nokkurra viðskiptavina Landsbankans á Reykhólum frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Þaðan áttu kortin síðan að fara aftur til Reykhóla en skiluðu sér aldrei. Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi bankans upplýsti við DV að það hafi verið mistök bankans að senda PIN númerin með kortunum og kom jafnframt fram í frétt blaðsins að Landsbankinn hafi bætt viðskiptavinum sínum það tjón sem þeir urðu fyrir.

Búrið fannst í Mosfellsbæ

Í frétt DV frá þessu atviki segir m.a.: „Það var fyrir síðustu mánaðamót sem sá dularfulli atburður varð að þar til gert póstbúr, sem Íslandspóstur ók með frá Patreksfirði til Reykjavíkur, glataðist á leiðinni. Í búrinu voru að sögn upplýsingafulltrúa Íslandspósts, Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, 20 skráðar sendingar auk bréfa. Í einum pakkanum var sendingin frá Landsbankanum sem innihélt áðurnefnd greiðslukort. Búrið fannst að sögn Ágústu úti á götu, við hringtorg í Mosfellsbæ, þar sem einhver hafði tæmt það, eða því sem næst.“

 

Sjá frétt DV HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is