Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2013 12:13

Vestlenskt verkefni til Nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2013 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sl. miðvikudag. Eitt fimm öndvegis verkefna sem tilnefnt var til verðlauna að þessu sinni var „Ströndin og skógurinn: Útivistarnotkun og sóknarfæri,“ en verkefnið vann Sindri Birgisson, nemandi í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir „OHM - hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris“ og var það unnið af Úlfi Hanssyni, nemanda við Listaháskóla Íslands. Hin þrjú verkefnin sem tilnefnd voru eru: Notkun þrívíddarmódels og staðsetningartækja við undirbúning skurðaðgerða á höfði, unnið af Sigrúnu Björgu Sævarsdóttur. Prófun á nýjum hröðunarnema til að meta stökkkraft, unnið af Ásdísi Magnúsdóttur. Reynslusögur kvenna á Akureyri frá seinni heimsstyrjöld, unnar af Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.

Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996, en jafnan eru fleiri hundruð umsóknir tilkynntar vegna þeirra.

 

„Það sem gerir viðurkenninguna sérlega ánægjulega er að þetta er í fyrsta sinn sem verkefni frá Landbúnaðarháskóla Íslands fær tilnefningu og viðurkenningu. Að baki umsókninni og framkvæmd hennar standa Skagamenn og fyrrverandi nemendur við umhverfisskipulagsbraut,“ segir Helena Guttormsdóttir lektor umhverfisbrautar Landbúnaðarháskóla Íslands og einn leiðbeinenda Sindra við verkefnið, en hinir voru Hrafnkell Proppé hjá LbhÍ og Íris Reynisdóttir frá Akraneskaupstað. Í verkefninu voru Langisandur og Garðalundur á Akranesi skoðuð út frá ákveðinni aðferðarfræði um atferli fólks á opnum svæðum. Er talið að verkefnið muni tvímælalaust geta orðið hvati til áframhaldandi rannsókna á þessu sviði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is