Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2013 09:42

Mikilvægur sigur Skallagríms gegn Keflvíkingum

Skallagrímur sigraði Keflavík í hörkuspennandi leik sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í gærkvöldi. Jafnfræði var með liðunum í upphafi leiks og voru Keflvíkingar skrefinu framar en heimamenn með sprækum sóknarleik sínum. Borgnesingar hrukku hins vegar í gang og fyrr en varði var jafnt með liðunum. Gestirnir voru þó skrefinu framar og voru yfir að loknum fyrsta leikhluta 22:23. Skallagrímsmenn sóttu í sig veðrið í öðrum leikhluta og náðu fljótlega yfirhöndinni undir forystu Páls Axels Vilbergssonar og Carlos Medlock. Keflvíkingar höfðu fá svör við sprækum heimamönnum sem uppskáru átta stiga hálfleiksforystu, 44:36.

 

 

 

 

Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Borgnesingar héldu uppteknum hætti frá öðrum leikhluta og héldu forystunni í tíu stigum þegar þriðja leikhluta lauk. Keflvíkingar mættu grimmir til leiks í fjórða leikhluta staðráðnir í að minnka muninn. Þeir hrundu af stað sóknaráhlaupi og hélt föst og góð vörn þeirra Borgnesingum í skefjum. Mikil barátta einkenndi leik beggja liða og þurftu mikilvægir menn í báðum liðum að yfirgefa völlinn með fimm villur, Hörður Hreiðarsson hjá Skallagrími og Billy Baptist hjá Keflavík. Þegar tæplega tvær mínútur lifðu eftir af leiknum náðu gestirnir að jafna metin og staðan þar með 68:68. Skallagrímsmenn voru hins vegar staðráðnir í að sigra. Páll Axel steig fram fyrir skjöldu í þessari stöðu, skellti niður mikilvægri þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 71:68 fyrir Skallagrím. Keflvíkingar misstu boltann í næstu sókn og náðu Carlos Medlock að notfæra sér það og komst á vítalínuna eftir að á honum var brotið. Fékk hann tvö vítaskot sem hann setti niður af miklu öryggi og kom þannig forskoti heimamanna í fimm stig, 73-68. Skemmst er frá því að segja að Keflvíkingar komust ekki lengra og náðu Skallagrímsmenn að skora lokastig sín af vítalínunni. Lokastaðan í leiknum 75:68.

 

Carlos Medlock var stigahæstur í liði Skallagríms með 27 stig. Páll Axel Vilbergsson kom þar næstur með 19 stig. Næstir komu Hörður Hreiðarsson með 8 stig, Sigmar Egilsson 7, Davíð Ásgeirsson 6, Trausti Eiríksson 4, Orri Jónsson 2 og Birgir Þór Sverrisson 2.

 

Með sigrinum styrktu Skallagrímsmenn stöðu sína í áttunda sæti Dominos deildar karla. Liðið hefur nú 14 stig og er tveimur stigum á undan Tindastóli sem er í níunda sæti. Sigurinn er afar þýðingarmikill fyrir þá gulu og grænu í átökunum sem eru framundan um sæti í úrslitakeppninni og færir liðið um leið nokkuð frá falldraugnum. Næsti leikur Borgnesinga er á fimmtudaginn kemur þegar liðið sækir lið Stjörnunnar heim í Garðabæinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is