Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2013 11:42

Verið er að landa um þrjú þúsund tonnum af loðnu

Skip HB Granda; Lundey NS og Víkingur AK, komu með fullfermi til hafnar á Akranesi í morgun. Skipin höfðu bæði verið á veiðum sunnan við landið og var þeim siglt til hafnar með samanlagt um 3000 tonn af loðnu til bræðslu á Skaganum. Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í morgun stóð yfir löndun úr Lundey og búið að tæma tvo af þremur tönkum skipsins. Að landa úr Lundey tekur um tíu klukkustundir en eitthvað lengri tíma tekur að landa úr Víkingi. Verktakar frá Reykjavík sjá um löndun úr skipum HB Granda á Akranesi. Fyrsta kast þessarar vertíðar á Víkingi var tekið snemma að morgni 14. febrúar sl. Þá hafði skipið legið við bryggju frá því síðustu loðnuvertíð lauk. Þessi löndun Víkings síðar í dag er sú þriðja á vertíðinni. Á næstunni mun hefjast hrognataka í verksmiðju HB Granda á Akranesi þar sem hrognafylling loðnunnar hefur verið að aukast jafnt og þétt að undanförnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is