Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2013 11:31

Draga samdægurs vegna mikils afla

Vetrarvertíðin stendur nú sem hæst í helstu verstöðvum landsins. Aflabrögð hafa verið mjög góð, en eins og fyrr á vertíðinni er það mikil ýsugengd og lítill ýsukvóti sem gerir sjómönnum erfitt um vik. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns í Snæfellsbæ segir að flestir netabátanna leggi net sín á morgnana og dragi þau samdægurs til að fá ekki of mikinn afla í þau. Einnig eru margir aðkomubátar komnir á Snæfellsnes og koma þeir víðsvegar að. Línubátar hafa einnig fengið góðan afla sem og dragnótabátar, eins og t.d. dragnótabáturinn Matthías SH sem fékk 24 tonn í tveimur köstum á dögunum. Sjómönnum þykir nú jafnvel meiri ýsa á miðunum en undanfarin ár og furða sig á að ekki sé leyfð meiri ýsuveiði. „Það hreinlega borgar sig ekki að leigja ýsukílóið á 318 krónur og fá svo minna fyrir hana á markaði,“ sagði einn útgerðarmanna í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is