Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2013 01:31

Hrognafrysting byrjar um helgina

Gunnar Hermannsson sem stjórnar hrognafrystingu hjá HB Granda á Akranesi var mættur til sýnatöku ásamt japönskum kaupanda í gær þegar landað var loðnu úr Víkingi og Lundey. Gunnar sagði í samtali við Skessuhorn að hrognafrysting byrji um helgina í ljósi þess að veðurútlit sé slæmt nú um miðja viku og ekki líkur á að skipin verði komin á veiðar fyrr en á fimmtudag, þ.e. á morgun. Gunnar segir að strax þegar sýnt er hvenær hrognafrystingin byrji verði mannskapur kallaður út, 80-90 manns sem komi að hrognafrystingunni. „Þetta er sami mannskapurinn ár eftir ár. Helmingurinn kemur héðan úr frystihúsinu og hinn úr nágrenninu og sveitunum,“ segir Gunnar, en þar á meðal er bændafólk allt vestur í Dali. Hrognafrystingin núna hefst aðeins seinna en undanfarin ár. Í fyrra byrjaði hún 26. febrúar og í hitteðfyrra 16. febrúar.

Lönduðu um 3000 tonnum af loðnu á Akranesi

Skip HB Granda; Lundey NS og Víkingur AK komu með fullfermi til hafnar á Akranesi í gærmorgun. Skipin höfðu bæði verið á veiðum sunnan við landið og var þeim siglt til hafnar með samanlagt um 3000 tonn af loðnu til bræðslu. Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í gærmorgun stóð yfir löndun úr Lundey og búið að tæma tvo af þremur tönkum skipsins. Að landa úr Lundey tekur um tíu klukkustundir en eitthvað lengri tíma tekur að landa úr Víkingi. Verktakar frá Reykjavík sjá um löndun úr skipum fyrirtækisins á Akranesi. Fyrsta kast þessarar vertíðar á Víkingi var tekið snemma að morgni 14. febrúar. Þessi löndun Víkings í gær var sú þriðja á vertíðinni.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is