Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2013 10:29

Viðamestu hreinsunaraðgerðir til þessa hér á landi

Hreinsunar-aðgerðirnar á dauðri síld í Kolgrafafirði eru þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til hér á landi í því skyni að sporna við náttúrulegri mengun. Þá er síldardauðinn í firðinum að því að best er vitað án fordæma á Íslandi þegar tekið er tillit til magns, en talið er að yfir 50.000 tonn af síld hafi drepist í tvö skipti; um miðjan desember og í byrjun febrúar.  Fyrsta áfanga hreinsunaraðgerðanna er nú að mestu lokið. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að verður framhald aðgerða verður endurmetið í ljósi aðstæðna. Nú er búið að grafa í fjöruna um 15.000 tonn af síldarúrgangi og fara með um þúsund tonn af grúti til urðunar í Fíflholtum á Mýrum.

 

 

 

 

Mikill munur er á fjörunni við Eiði eftir hreinsunarátak síðustu tveggja vikna. Sýnileg síld er nú hverfandi og umfang grútar hefur minnkað töluvert. Þá er gert ráð fyrir að átakið dragi úr lyktarmengun þegar fram líða stundir. „Hins vegar er ljóst að verulegt magn grútar er enn í fjörum og úti á firðinum og er nauðsynlegt að fylgjast vel með afdrifum hans í framhaldinu,“ segja ráðuneytismenn. Grúturinn hefur blandast í möl og jarðveg í fjörunni og hafa hlýindi flýtt fyrir því ferli. „Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að endurmeta hreinsunaraðgerðir. Umhverfisstofnun metur aðstæður þannig að ekki stafi bráðahætta af grútnum í fjörunni nú, en að leita þurfi leiða til að fjarlægja hann eftir því sem færi og aðstæður leyfa.“

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun munu meta árangurinn af aðgerðum til þessa og skoða þörf og leiðir varðandi næstu skref í hreinsun, í samvinnu við sveitarfélagið, landeigendur á Eiði og fleiri. Áfram verður fylgst með mengun, ástandi fugla, eðlisþáttum sjávar í firðinum og fleiri atriðum. Ástandið kallar á stöðugt endurmat m.t.t. veðurs, sjávarfalla og hraða niðurbrots á dauðri síld og grút. Ríkisstjórnin hefur lagt til fé til eftirlits og hreinsunarstarfa og mun áfram liðsinna við verkefnið í samráði við fagstofnanir, ábúendur, Grundarfjarðarbæ og aðra heimamenn.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is