Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2013 02:01

Próteinverksmiðja kallar á breytingar á skipulagi

Málefni félagsins Snæpróteins, sem er undirbúningsfélag fyrir byggingu fiskimjölsverksmiðju í Grundarfirði, voru tekin til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar í síðustu viku. Var það vegna óska aðstandenda Snæpróteins um leyfi til endurbóta á húseigninni Nesvegi 4a, þar sem lengst af var starfsrækt mjölverksmiðja og bræðsla. Jafnframt var óskað eftir breytingum á lóðinni sem er hluti hafnarsvæðisins samkvæmt skipulagi. Fram kom í tillögu og bókun sem lagt var fram á fundinum að fyrirhugaðar framkvæmdir kalli á breytingu á deiliskipulagi. Jafnframt þurfi að aðgæta áður framkomnar hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi hafnarsvæðisins.

Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hefur fyrirtækið GRun, sem á fyrrgreint húsnæði, í samvinnu við vélsmiðjuna Héðin, með aðkomu Þróunarfélags Snæfellinga, haft á prjónunum að koma upp lítilli verksmiðju sem ynni prótein í formi mjöls og lýsis, úr fiskafurðum og þá einkum slógi.

Skapa á verðmæti úr því sem hingað til hefur verið hent og m.a. farið frá fiskvinnslum út í sjó, en talið er tímaspursmál hvenær það verði víða bannað. Nokkur álitamál hafa komið upp varðandi fyrirhugaða próteinverksmiðju í Grundarfirði, sem áætlað er að knýja með rafmagni og skapi um fimm störf. Meðal annars hvað lyktarmengun verðar, þótt gert sé ráð fyrir strompi upp frá vinnsluhúsinu sem veiti gufum frá vinnslunni burtu frá byggð.

 

Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar bar fram tillögu og bókun á fundi bæjarstjórnar sem samþykkt var samhljóða. Þar segir m.a: „Bæjarstjórn fagnar frumkvæði fyrirtækja til nýsköpunar og eflingar atvinnulífs í bænum og lýsir ánægju með að stefnt sé að því að nýta hráefni betur til verðmætasköpunar. Óvissa er þó um lyktarmengun. Bæjarstjórn áréttar það sem fram kom í bréfi bæjarstjóra til Snæpróteins, dags. 31. október 2012, um að sýnt verði fram á hráefnisöflun til að hægt verði að draga ályktun um gæði hráefnis.“ Jafnframt beinir bæjarstjórn í tillögunni því til bæjarstjóra að afla meiri upplýsinga, meðal annars um áhrif sambærilegra verksmiðja. Einnig að áður en lengra er haldið verði verkefnið kynnt á opnum íbúafundi eins fljótt og kostur er. Þannig verði stefnt að því að allar forsendur fyrir ákvörðun um málið verði ljósar áður en Snæprótein eða Grundarfjarðarbær leggja í frekari kostnað vegna þess.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is