Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2013 11:01

Grásleppusjómenn vega og meta stöðuna fyrir komandi vertíð

Samkvæmt reglugerð um grásleppu- og hrognkelsaveiðar á komandi vertíð, sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti gaf út nýlega, er gert ráð fyrir að vertíðin hefjist 20. mars, en við ákvörðun um þá dagsetningu var tekið tillit til óska Landssambands smábátaeigenda. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir mikilli breytingu á fjölda veiðidaga frá síðustu vertíð sem og fjölda neta. Veiðidögum fækkar í 20 úr 50 og netum í 200 úr 300. Hér er um að ræða gríðarlegar takmarkanir frá síðustu vertíð. Í umsögn LS var farið fram á 35 veiðidaga og fyrirhugaðri fækkun neta harðlega mótmælt. Þar var bent á að allt of langt væri gengið og gætu svo miklar takmarkanir á veiðum orðið til að ekki tækist að uppfylla þarfir markaðarins. Endanleg ákvörðun um fjölda veiðidaga og magn verður útgefið við upphaf grásleppuvertíðar í vor. Miðað við markaðsforsendur nú eru ekki taldar miklar líkur á að þar verði um stórvægilegar breytingar að ræða. Enn eru óseldar í landinu 2.500 tunnur af þeim 12 þúsund sem voru afrakstur síðustu vertíðar. Verðfallið var frá 200 þúsund krónum fyrir tunnuna þegar það var hæst árið 2011 niður í 60 þúsund krónur í lok síðasta árs.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við nokkra grásleppusjómenn um komandi vertíð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is