Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2013 03:31

Höfði á áfram eftir að stækka á komandi árum

Í byrjun febrúarmánaðar var haldið upp á 35 ára afmæli hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, en fyrstu íbúarnir fluttu inn á Höfða 2. febrúar 1978. Þá var að baki langur undirbúningur byggingar dvalarheimilis á Akranesi og fleiri staðir skoðaðir fyrir staðsetningu þess en á Sólmundarhöfða eins og síðan var ákveðið. Húsakynni og aðstaða á Höfða hefur stöðugt byggst upp á starfstímanum í takt við aukna starfsemi og þjónustu. Síðustu árin hafa verið miklar framkvæmdir á Höfða og nú þessar vikurnar er lokahönd lögð á að breyta tvíbýlum í einbýli. Sá mikli áfangi næst í aprílmánuði að sögn Guðjóns Guðmundssonar framkvæmdastjóra Höfða. Guðjón hefur gegnt því starfi frá árinu 2005, en mun láta af störfum vegna aldurs í vor. Blaðamaður Skessuhorns hitti Guðjón að máli á dögunum og spurði hann út í þessi tímamót bæði hjá Höfða og honum sjálfum. Guðjón sagði alveg ljóst að Höfði myndi áfram stækka á komandi árum og áratugum. Langlífi væri að aukast og fólki að fjölga á starfssvæði Höfða, auk þess sem E-deild sjúkrahússins hafi verið lokað og Höfði því eina hjúkrunarheimilið á svæðinu, en Höfði er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

 

Spjallað er við Guðjón Guðmundsson í tilefni 35 ára afmælis hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is