Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2013 09:01

Gestaíbúðin nýtt fyrir heimagistingu

Nýlega opnuðu hjónin Sigrún Traustadóttir og Guðmundur Árnason heimagistingu á heimili sínu á Háteigi 1 á Akranesi. Í húsinu eru tvær íbúðir og það er íbúðin á neðri hæðinni sem þau nýta fyrir heimagistingu, en hún var um tíma nýtt sem gestaíbúð. Sigrún sagði í samtali við Skessuhorn að þau væru nýbyrjuð með heimagistinguna. Hefðu tekið á móti einni fjölskyldu og henni líkað vel dvölin, enda væri allt til staðar í íbúðinni sem fólk gerði kröfur um nú til dags. „Við Guðmundur leigðum reyndar þessa íbúð fyrstu búskaparárin og tvö af þremur börnum okkar fæddust á þessum árum. Þannig að við eigum skemmtilegar minningar og sögu úr þessari íbúð,“ segir Sigrún.

Sigrún og Guðmundur fluttu svo í annað hús í nágrenninu, en alltaf hafa þau búið á Neðri-Skaga, eins og gamli bæjarhlutinn á Akranesi er gjarnan kallaður. Þau keyptu síðan Háteig 1, ásamt Elínborgu dóttur sinni og Kjartani tengdasyni árið 2004. Þegar unga parið flutti og keyptu sér annars staðar, keyptu Sigrún og Guðmundur neðri hæðina og leigðu hana út í nokkur ár. „Það er svolítið sameiginlegt milli hæðanna, svo sem þvottahús og rafmagnstafla. Við fengum nóg af því að leigja út íbúðina eftir nokkurn tíma og höfum haldið henni í standi sem gestaíbúð, meðal annars til að geta tekið á móti Sigríði dóttur okkar sem býr í Danmörku ásamt manni sínum Claus Sörensen. Þau komu hingað á gamlársdag og dvöldu hérna allan janúarmánuð,“ segir Sigrún, sem hefur verið dagmóðir í nokkur ár. „Ég byrjaði á því að passa barnabörnin. Frá því ég byrjaði í dagmóðurstarfinu fyrir sex árum hef ég alltaf haft hjá mér eitt eða fleiri ömmubarn nema eitt árið. Ég á níu barnabörn, börnin mín þrjú eiga þrjú börn hvert. Núna er ég með sex börn í pössun í fimm plássum,“ sagði Sigrún Traustadóttir að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is