Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2013 08:01

Enn fækkar starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar

Síðasta árið hefur Sementsverksmiðjan á Akranesi þróast úr framleiðslufyrirtæki þar sem unnið var úr innlendum hráefnum í innflutningsfyrirtæki. Að sögn Gunnars H Sigurðssonar framkvæmdastjóra hefur þessi breyting haft í för með sér enn frekari fækkun starfsmanna, en starfsmönnum verksmiðjunnar hefur fækkað mikið síðustu misserin. Um þessar mundir eru þrír að hætta störfum hjá fyrirtækinu. Einn starfsmaður sem tengist framleiðslunni, annar sem starfaði á rannsóknarstofu og sá þriðju hefur sinnt gjaldkerastörfum.

Tveir starfsmannanna þriggja láta af störfum nú um mánaðamótin og sá þriðji um næstu mánaðamót. Þegar þeir verða horfnir á braut eru einungis átta starfsmenn eftir í Sementsverksmiðjunni að meðtöldum framkvæmdastjóranum Gunnari H Sigurðssyni. „Þetta er mikil breyting frá því ég byrjaði að vinna hérna 1981. Þá voru hér um 190 manns og hluti af þeim mannskap iðnaðarmenn sem unnu að byggingaframkvæmdum tengdum verksmiðjunni. Þegar við síðan hættum framleiðslu var ekki þörf á ýmsu sem henni tengdist eins og t.d. störfum á rannsóknarstofu,“ segir Gunnar.

 

Slökkt var á ofni Sementsverksmiðjunnar þegar gjallframleiðslu var hætt í nóvember 2011. Sementsframleiðslu var hætt í febrúar á síðasta ári og innflutningur á sementi frá Norcem í Noregi hófst síðan í júní. Norcem er annar tveggja aðaleigenda í Sementsverksmiðjunni, á 37% í fyrirtækinu eins og Björgun hf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is