Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2013 10:35

Á mjög auðvelt með að skipta um gír

Stefanía Þórey Guðlaugsdóttir, eða Þórey eins og hún er kölluð, hefur saumað frá því hún var barn og hannað mikið af eigin fatnaði og handverki. „Ég var í bútasaumi og brúðusaumi og hef komið víða við,“ segir Þórey. Hún er fædd og uppalin á Akranesi til 16 ára aldurs. „Ég missti sumarvinnuna í frystihúsinu á Akranesi þegar það lokaði og ég vildi ekki við það una. Ég hringdi til að finna mér nýja vinnu um hádegisleytið og fyrsti staðurinn sem mér var boðin vinna var í Hnífsdal og þangað var ég komin samdægurs, þrátt fyrir að ég hefði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara. Ég flaug vestur og var ekið frá flugvellinum og þegar við vorum að leggja af stað úr Ísafirði stóð ég upp og sagði bílstjóranum að ég hefði ætlað út á Hnífsdal. Ég hélt að Ísafjörður væri Hnífsdalur. Ég ætlaði bara að vera þarna yfir sumarið en var í heilt ár og kynntist ágætis fólki,“ segir Þórey. Hún flutti svo í Grundarfjörð síðastliðið haust með fjórtán ára syni sínum. „Ég hef fengið frábærar móttökur í Grundarfirði og sonur minn líka.“

 

Í Skessuhorni er nánar rætt við Stefaníu Þóreyju Guðlaugsdóttur handverkskonu í Grundarfirði.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is