Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2013 09:01

NFFA sýnir Drauminn í Bíóhöllinni í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands mun sýna verkið Drauminn um söngleiki, töfrabrögð og dans tvisvar sinnum í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld, fimmtudaginn 28. febrúar. Verkið er undir leikstjórn Hallgríms Ólafssonar. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Bíóhöllinni í vikunni þar sem æfingar stóðu yfir og ræddi við nokkra sem koma að verkinu. Valdimar Ingi Brynjarsson formaður nemendafélagsins segir þetta ekki vera leikrit heldur samansafn af atriðum úr ýmsum áttum. „Krakkarnir voru sett í að finna lög úr söngleikjum sem þau hafa gaman af. Þetta eru þó ekki eingöngu söngatriði heldur erum við til dæmis með uppistand, leikræna túlkun á lagi og töfrabrögð,“ segir Valdimar.

Sólveig Rún Samúelsdóttir tekur margvíslegan þátt í atriðum á sýningunni. „Ég er í nokkrum atriðum að syngja, leika og dansa. Ég leik Lilla Klifurmús og er í atriði úr Rocky horror. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtileg sýning og atriði eru tekin úr söngleikjum á borð við Dýrunum í Hálsaskógi, sem er mjög barnvænn söngleikur, og allt upp í Jesus Christ superstar. Þetta er mjög skemmtilegt samansafn atriða fyrir alla fjölskylduna,“ segir Sólveig. Aðspurð hvort það sé skemmtilegt að taka þátt í svona verkefni svarar hún: „Þetta er yndislegt, það er mjög skemmtilegt þegar hópurinn er svona samheldinn og allir vinna vel saman. Mér þykir þetta æðislega gaman.“

Hugmyndin að þessari sýningu kom upp eftir að ákveðið var að hætta við tónlistarkeppni NFFA sem hingað til hefur verið haldin á hverju hausti. Í Draumnum eru 18 atriði sem snúa að mörgum hliðum sviðsskemmtunar og eru um 40 einstaklingar sem koma að sýningunni. Undirbúningur hennar hófst um miðjan janúar með prufum. Hallgrímur Ólafsson leikstýrir sýningunni sem er nýstárleg. „Hugmyndin mín var að þeir sem vilja vera með, geti það. Þetta snýr meira að því að virkja sköpunarkraft krakkanna en að ég sé að leggja þeim línurnar. Nú er verið að fínpússa atriðin og klára undirbúninginn, en þetta er eins og í leikhúsinu. Atriðin eru aldrei fullkláruð fyrr en á frumsýningunni,“ segir Hallgrímur. Sýningarnar verða tvær og eru þær í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar, klukkan 17 og 20 og stendur miðasala yfir í Eymundsson á Akranesi og í Bíóhöllinni tveimur tímum fyrir sýningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is