Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2013 01:01

Erfitt að segja til um fjölda friðaðra húsa á Vesturlandi

Alls falla 46 húseignir á Akranesi undir friðunarákvæði nýrra laga um menningarminjar sem tóku gildi um síðustu áramót. Þá urðu um 2.500 hús sjálfkrafa friðuð á landinu, þar af 236 á Vesturlandi. Áður voru friðuð hús á landinu um fimm hundruð, þar af fjörtíu á Vesturlandi. Samkvæmt fyrri lögum eru öll hús á Íslandi friðuð sem byggð voru fyrir 1850 og allar kirkjur sem byggðar voru fyrir 1918. Með nýjum lögum um minjavernd sem tóku gildi um áramótin breyttist þetta þannig að öll hús hundrað ára og eldri eru friðuð. Þetta þýðir að ekki má breyta þeim að utan og aðeins má gera minniháttar breytingar að innan. Í fyrstu grein laganna segir að tilgangur þeirra sé að stuðla að verndun menningarminja og að tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.

 

 

 

 

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands segir í samtali við Skessuhorn að mikilvægt sé að hafa ákveðna fyrirvara í huga þegar rýnt er í tölur um friðuð hús. Ekki séu öll hús og mannvirki skráð í Þjóðskrá og einnig séu mörg dæmi um að byggingarár sé ekki rétt skráð. Þá eigi eftir að draga hús sem friðuð voru fyrir áramót frá þeirri tölu sem nefnd er í upphafi þessarar fréttar. „Því er þetta engan veginn rétt tala og það mun taka drjúgan tíma að ganga frá skrá yfir friðuð hús samkvæmt nýju lögunum. Listinn á vefnum okkar er því ekki uppfærður og á þessari stundu er ekki vitað hvenær heildarlisti yfir friðuð hús á Íslandi liggur fyrir,“ segir Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa var falið, að beiðni Minjastofnunar Íslands, að taka saman upplýsingar um fjölda húsa á Akranesi sem falla undir ákvæði laganna um friðun húsa nú, og næstu fimm árin, en eins og áður segir falla 46 húseignir undir lögin á Akranesi. Þar af eru fimm eignir á safnasvæðinu í Görðum. Þá ákvað skipulags- og umhverfisnefnd að eigendum þeirra eigna sem um ræðir verði sent bréf þar sem ákvæði nýju laganna verða kynnt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is