Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2013 02:30

Ekkert nautakjöt að finna í Nautaböku frá Gæðakokkum

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Matvælastofnunnar á kjötinnihaldi sextán íslenskra matvara innihalda tvær vörutegundir frá Gæðakokkum í Borgarnesi sem sagðar eru innihalda nautakjöt ekkert slíkt kjöt. Um er að ræða Nautaböku og Lambahakkbollur. Nautabakan er framleidd undir merkjum Gæðakokka en sú síðarnefnda er framleidd fyrir verslunina Kost. Nautabakan er sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ekkert nautakjöt að finna í bökunni. Lambahakkbollur eru sagðar innihalda lamba- og nautakjöt en eftir skoðun kom í ljós að þær innihéldu einungis lambakjöt. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur nú þegar farið fram á innköllun á Nautabökum Gæðakokka. Að sögn Magnúsar Nielsson Hansen framkvæmdastjóra Gæðakokka þá kann hann ekki skýringar á því af hverju ekki finnst nautakjöt í umræddum vörum. Hjá fyrirtækinu eru vörurnar unnar samkvæmt uppskriftum þar sem auðvitað er gert ráð fyrir nautakjöti til framleiðslu þeirra.

Magnús kveðst hafa viljað sjá fulltrúa Matvælastofnunnar taka sýni úr fleiri eintökum af vörunum sem voru til rannsóknar til samanburðar en einungis voru tekin tvö sýni úr einu eintaki af hvorri vörutegund. Með þessu hefði mátt sjá hvort að um einangrað tilvik væri að ræða eða ekki.

Magnús er þess þó fullviss að allt hráefni sem fyrirtækið fær til vinnslu sé ekta kjöt og því geti mögulegt verið að einhver handvömm hafi átt sér stað í vinnsluferli. Það sé næsta verkefni að skoða. Ekki hafði Magnús heyrt í fulltrúum Matvælastofnunnar þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við hann fyrir stundu en von var á fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á svæðið til að fara yfir stöðuna sem upp er komin.

Í rannsókn Matvælastofnunnar kom einnig fram að allar sextán vörurnar sem voru skoðaðar uppfylltu ekki allar kröfur um merkingar. Matvælastofnun hefur vísað öllum málum tengdum vörutegundunum sextán til heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga víðsvegar um landið til rannsóknar og frekari ákvörðunartöku. Stofnunin tekur fram að í sumum tilvikum var aðeins um minniháttar athugasemdir að ræða. Tilefni rannsóknar Matvælastofnunnar eru uppljóstranir um fölsun matvæla í Evrópu þar sem hrossakjöt var meðal annars notað í stað nautakjöts. Niðurstöður stofnunarinnar sýndu að hrossakjöti hafði ekki verið blandað í vörunum sextán sem skoðaðar voru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is