Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2013 09:19

Snæfellskonur elta áfram í toppbaráttunni

Snæfellsstúlkur gefa ekkert eftir í baráttunni við bikarmeistara Keflavíkur á toppi Dominos deildarinnar. Snæfell vann Fjölni í Hólminum í gærkvöldi 92:76 og eru stúlkurnar nú komnar með 36 stig, fjórum stigum minna en Keflavík sem er á toppnum sem fyrr og unnu Grindavík í gær. KR er svo í þriðja sætinu með 30 stig, en KR stúlkur unnu nauman sigur á Val. Snæfell byrjaði af krafti í leiknum á móti Grafarvogsstúlkum. Gestirnir voru þó ekkert á því að gefa eftir og aðeins munaði tveimur stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 20:18 fyrir Snæfelli. Fjölnisstúlkur voru áfram í ham og leiddu framan af öðrum leikhluta, komust í 31:24. Þá sögðu heimastúlkur hingað og ekki lengra og breyttu stöðunni sér í hag og leiddu í hálfleik 41:35. Snæfellskonur komst í 47:39 í upphafi þriðja hluta en gáfu svo stundum eftir í sóknum sínum líkt og í upphafi fyrri fjórðunga í leiknum en Fjölnisstúlkur voru að spila ágætis varnarleik. Níu stigum munaði á liðunum eftir þriðja leikhluta 65:56 fyrir Snæfell.

Svipaður munur hélst síðan á liðunum fram eftir lokafjórðungnum. Fjölnisstúlkur áttu erfitt með að elta tíu stiga muninn og Snæfell gerðu það sem þær þurftu til að klára leikinn, 92:76.

 

Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow atkvæðamest með 26 stig og 15 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 25 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 9 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3 stig og Rósa Kristín Indriðadóttir 2.

 

Næsti leikur Snæfellskvenna í Dominosdeildinni verður gegn Haukum í Hafnarfirði nk. laugardag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is