Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2013 09:55

Eiðisbændur hrósa Umhverfisstofnun

Nú er hætt að aka með grút úr Kolgrafafirði í Fíflholt en sá akstur var langstærsti kostnaðarliðurinn við hreinsunarstarfið í firðinum eftir síldardauðann. Síðasta grútarferðin var ekin sl. mánudag. Áfram munu þó fimm vinnuvélastjórar verða í fjörunni að urða síldina sem drapst í síðara hollinu, eða eins lengi og það er hægt. Þrjú verktakafyrirtæki standa að því verki, vélar frá Almennu umhverfisþjónustan ehf, Vélaleigu Sigmundar og Finnboga ehf og Dodds ehf. Áætlað er að næstkomandi mánudag verði fundur hjá Umhverfisstofnun þar sem nokkrir kostir verða skoðaðir varðandi framhald hreinsunarstarfsins. Helgi Jensson frá Umhverfisstofnun var í gær á Eiði í Kolgrafafirði að skoða aðstæður. Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði er mjög ánægður með framgöngu Umhverfisstofnunar í skipulagningu hreinsunarstarfsins og ber starfsmönnum stofnunarinnar vel söguna. Nú óska Eiðisbændur þess heitast að fá vestan- og suðvestlægar áttir til að blása hressilega.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is