Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2013 11:56

Bændur segja allt gott - Búnaðarþing sett í dag

Að þessu sinni „segja bændur allt gott“ – en það eru einkunnarorð setningarathafnar Búnaðarþings sem hefst í dag. „Landbúnaðurinn hefur á síðustu árum gengið í gegnum miklar breytingar og bændur þurft að taka á sig byrðar líkt og aðrir landsmenn eftir efnahagshrunið. Framundan er betri tíð og bændur horfa bjartsýnir fram á veginn. Atvinnugreinin á mörg vaxtartækifæri en nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna að framleiðsluverðmæti landbúnaðarins óx um rúm 10% árið 2011. Heildarframleiðsluvirði atvinnugreinarinnar var metið 51,8 milljarðar króna sama ár. Öflugur landbúnaður tryggir þúsundir starfa um allt land og bændur vilja skapa fleiri störf í kringum greinina,“ segir í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands.

 

 

 

 

 

 

Við upphaf Búnaðarþings mun Haraldur Benediktsson formaður samtakanna halda setningarræðu en hann lætur af starfi stjórnarformanns eftir þingið. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ávarpar samkomuna en þar á eftir hefst hátíðardagskrá. Landbúnaðarverðlaun verða að venju afhent við upphaf Búnaðarþings og ýmsir skemmtikraftar stíga á stokk. Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og í boði eru kaffiveitingar.

 

Að lokinni hátíðardagskrá funda búnaðarþingsfulltrúar og skipað verður í starfsnefndir. Þingstörf hefjast snemma á mánudagsmorgni en á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, verður fylgst með framgangi mála og upplýsingar settar inn þegar þær liggja fyrir. Þar verður m.a. birt dagskrá þingsins, ræður, fundargerðir og upplýsingar um afgreiðslu mála um leið og þær berast.

 

Fjöldi mála liggur fyrir þinginu en það stendur yfir fram á miðvikudag. Meðal þess sem verður til umfjöllunar er;

• stefnumörkun í landbúnaði

• málefni er varða dýravelferð

• starfsumhverfi bænda, öryggismál og heilsuvernd

• orkunýting og orkuöflun í landbúnaði

• kynning á matvælum gagnvart ferðamönnum

• kostir og gallar erfðabreyttra matvæla

• frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum

• íslenski landbúnaðarklasinn

• o.m.fl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is