Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2013 01:01

Hrognafrysting byrjuð í Heimaskagahúsinu

Nú um helgina fór allt á fullt í Heimaskagahúsinu á Akranesi þegar fyrsti loðnufarmarnir komu til hrognafrystingar. Stutt er nú á loðnumiðin, aðeins tveggja klukkustunda sigling suður fyrir Garðskaga og skipin koma hvert af öðru til löndunar. Víkingur kom tvívegis um helgina, í fyrra skiptið snemma á föstudagskvöld með fullfermi eða rúmlega 1400 tonn sem fóru í bræðsluna og rétt um sólarhring síðar kom Víkingur aftur með um 1000 tonn. Þá var byrjað að kreista loðnu í Heimaskagahúsinu og fólk fór að tínast til vinnu við hrognafrystinguna, en eins og síðustu vertíðar starfa um 90 manns við hana á 12 tíma vöktum. Tæplega helmingur mannskapsins kemur úr vinnslunni hjá HB Granda á Akranesi og hinir úr nágrenninu, þar af úr sveitunum allt vestur í Dali og í Staðarsveit á Snæfellsnesi.

Ingunn Ak kom með 1600 tonn til löndunar í gær og Faxi síðan með slatta, um 400 tonn í morgun, en þá hafði kennt brælu á miðunum. Þegar blaðamaður Skessuhorn kíkti í heimsókn í Heimaskagahúsið fyrir hádegið var aðaltörnin að hefjast og á næstu tímum átti hrognafrystingin að byrja. „Fólk er búið að bíða eftir þessu og það er alltaf stemning þegar þetta fer í gang,“ sagði Arnar Eysteinsson frá Stórholti í Dölum sem er einskonar starfsmannastjóri vinnuflokksins frá Vesturlandi norðanverðu og hefur unnið við hrognafrystinguna í mörg ár.

 

Núna byrjar hún heldur seinna en síðustu árin, en hrognafrysting hófst 26. febrúar í fyrra og um tíu dögum fyrr árið þar áður. „Veðrið hefur trúlega spilað inn í núna en ég á von á því að en meiri fylling sé komin í hrognin núna,“ segir Arnar.

 

Tvær síðustu vertíðir hafa verið fryst um 2000 tonn af loðnuhrognum og sú törn staðið yfir í um þrjár vikur. Arnar á síður von á því að það verði jafnlangur tími núna. Engu að síður verður um mikil uppgrip að ræða hjá þeim sem vinna við hrognafrystinguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is