Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2013 02:57

Þrír nautgripir teknir á Brúarreykjum

Matvælastofnun, með fulltingi embættismanns frá sýslumanninum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, greip til aðgerða í morgun á bænum Brúarreykjum í Borgarfirði. Þarna var Matvælastofnun að sækja gripi vegna meintrar vanfóðrunar. Steinþór Arnarson lögfræðingur hjá Matvælastofnun vildi ekki tjá sig um málið við Skessuhorn þegar leitað var upplýsinga um aðgerðir morgunsins. Sagði hann ekki vana stofnunarinnar að tjá sig um einstök dýraverndunarmál. Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins í Borgarnesi, staðfesti í samtali við Skessuhorn að í aðgerðunum í morgun hafi þrír gripir verið sóttir á bæinn og komið fyrir á öðrum bæ sem Matvælastofnun hafði fengið til hýsa þá og fóðra. Gripirnir verða þar þangað til andmælafrestur Brúarreykjabóndans verður liðinn innan fjögurra daga. Að þeim fresti liðnum verður tekin ákvörðun um framtíð tveggja þessara nautgripa en í samráði við bóndann verður einum gripnum slátrað. Aðgerðirnar á Brúarreykjum hófust klukkan 10 í morgun og stóðu yfir í um tvo tíma.

 

 

 

 

Brúarreykir hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu eftir að búið missti starfsleyfi sitt í desember. Það fékk leyfið á nýjan leik í janúar eftir að hafa mætt kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á hreinlæti í fjósi. Mjólk þaðan hefur verið tekin, en ekki nýtt til vinnslu. Matvælastofnun mun nú vera að skoða hvort Brúarreykir verði sviptir leyfinu í annað sinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is