Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2013 04:01

Bar-par fær góða umsögn leikhússgesta

Ungmennafélag Reykdæla frumsýndi leikritið Bar-par eftir Jim Cartwright í Logalandi sl. föstudag. Það er Þröstur Guðbjartsson sem leikstýrir verkinu. Bar-par segir frá gestum á bar einum á Norður-Englandi og gerist verkið á einu kvöldi. Þó barinn sé í Englandi getur hann raunar verið hvar sem er í heiminum. Á barnum er vel tekið á móti gestum sem eiga það sameiginlegt að vera skrautlegir karakterar á óræðum aldri. Tilefni gesta til drykkju er misjafnt. Sumir drekka til að fagna en aðrir heimsækja barinn til að drekkja sorgum sínum. Hvað sem tilefnum líður hverfur fortíðin ekki við sérhvert glas sem teygað er og þegar líður á barheimsóknina er uppgjör á henni í nánd.

 

 

 

 

Segja má að Bar-par sé stórskemmtilegt verk sem snertir alla strengi tilfinningaskalans og slær alveg frá því að vera kómedía yfir í að vera drama. Leikararnir í verkinu standa sig allir með prýði og skila sínum hlutverkum vel til áhorfandans, allir sem einn. Bar-par er þriðja verkið sem Þröstur Guðbjartsson leikstýrir hjá Umf. Reykdælum og má glöggt sjá að leikstjórn Þrastar nær að draga fram það besta í hverjum og einum. Að sögn Bjartmars Hannessonar bónda og skálds frá Norður-Reykjum, sem fylgst hefur lengi með leiklistarlífinu í Reykholtsdalnum, þá er Bar-par með betri leiksýningum sem hann hafi séð og sé alveg sérstaklega vel leikið. Því sé góð ástæða fyrir hvern og einn að skella sér í Logaland á sýningu.

 

Bar-par verður sýnt fram til 15. mars nk. Næsta sýning á verkinu verður annað kvöld og á næasta á fimmtudaginn. Sýningar hefjast kl. 20:30. Miðapantanir eru í síma 858-2133.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is