Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2013 08:01

Golfklúbburinn Leynir ræður nýjan framkvæmdastjóra

Guðmundur Sigvaldason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Hann tekur við starfinu af Gylfa Sigurðssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðinn fimm ár. Guðmundur var valinn úr stórum hópi umsækjenda. Hann hefur undanfarin 17 ár starfað hjá verkfræðistofunni Mannviti og unnið ýmis stjórnunar- og ráðgjafastörf tengd verkfræðiráðgjöf. Guðmundur er viðskiptafræðingur með MBA próf frá Háskóla Íslands og raf- og rekstrariðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands.

Í tilkynningu frá Leyni segir að nú þegar Golfklúbburinn Leynir hafi tekið við rekstri Garðavallar á nýjan leik eftir fimm ára hlé muni framkvæmdastjóri vinna að því að byggja stoðir undir rekstur klúbbsins til framtíðar. Framundan er mikið uppbyggingartímabil hjá GL. Stefnt er að því að ljúka við byggingu vélageymslu, sem og að byggja klúbbhús og fleira á næstu árum. Samhliða því verði áfram unnið að því að efla barna- og unglingastarfið, afreksstarfið og þjónustu við hinn almenna kylfing.

 

„Ég er mjög spenntur og ánægður með að vera kominn til starfa hjá GL. Margt gott fólk er í klúbbstarfinu, sem og í stjórn klúbbsins og það hjálpar mikið til. Ég hef unnið mikið undanfarin ár fyrir klúbbinn, þekki starfið vel og er mjög bjartsýnn á framtíð Leynis. Þetta er mjög spennandi og áhugavert starf, ásamt því að ég tel mikil tækifæri framundan fyrir GL og Garðavöll eftir fimm ár í höndum GR,” segir Guðmundur.

 

Þórður Emil Ólafsson, formaður Leynis, er sömuleiðis ánægður með að búið sé að ráða í starfið. „Við í stjórn Leynis erum mjög ánægð með að hafa fengið Guðmund til liðs við okkur. Þar er á ferð metnaðarfullur einstaklingur með mjög breiðan og góðan bakgrunn sem án efa mun nýtast klúbbnum að takast á við þær áskoranir sem fyrir liggja á komandi misserum. Metnaður Guðmundar og stjórnar klúbbsins fer vel saman og er það stefna okkar að byggja áfram upp góðan golfklúbb og framúrskarandi golfvöll,” segir Þórður Emil formaður Leynis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is