Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2013 11:50

Komu konu til aðstoðar á Arnarstapa

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ barst síðdegis í gær beiðni um að aðstoða konu sem lenti í vandræðum á bíl sínum við Arnarstapa. Konan var ein á ferð og hafði misst upp afturhlera á bíl sínum og gat ekki lokað. Hún var inni í bílnum og hékk í hleranum til að halda honum niðri. Bíllinn var orðinn hálffullur af snjó þegar björgunarsveitamenn komu á vettvang.

Að sögn Davíðs Óla Axelssonar hjá Lífsbjörg hafði konan fengið ónógar upplýsingar og lagði upp í þessa ferð í hvassviðri og snjóblindu sem var á Snæfellsnesi í gær. Davíð Óli segir að vegna blindunnar hafi það tekið björgunarsveitarmenn klukkutíma að komast á staðinn. Konan hafði þá verið standaglópur í bílnum í tvo tíma og orðin köld og slæpt.

Davíð Óli segir að þegar til kom hafði ekkert skemmst í bílnum og frostið og úrkoman verið skýringin á óförum konunnar, sem er ung og íslensk. „Hún kom í björgunarsveitarbílinn til okkar og þrír okkar manna keyrðu síðan hennar bíl í Rif. Þar settum við hann inn í húsið okkar til að þiðna, en konan gisti á hótelinu í nótt. Þar sem ennþá erhríðarkóf fylgdum við henni á Arnarstapa,“ segir Davíð Óli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is